„Það er hægt að komast í gegnum sorgina“

Ragnar Kristinsson viðskiptastjóri hjá Póstinum missti eiginkonu sína, Brynju Bragadóttur doktor í vinnusálfræði. Brynja varð bráðkvödd á heimili þeirra í júlí 2015. Hún var virt á sínu sviði og rannsakaði hluti eins og vinnustaðaeinelti. Hún skrifaði pistla um hugðarefni sín á Smartlandi við góðan orðstír. 

Ragnar og Brynja eignuðust tvær dætur, Ingu Björk og Valgerði, sem nú eru 15 ára og 12 ára. Ragnar segir að það hafi verið ólýsanlegt að upplifa hvernig fólkið í kringum hann hafi komið þeim þremur í gegnum lífið fyrstu mánuðina eftir að Brynja féll frá. Sjálfur segist hann hafa flotið eins og korktappi og vart vitað hvort hann væri að koma eða fara. 

Inga Björk og Valgerður hafa fundið leiðir til þess að fara í gegnum sorgina sem fylgir móðurmissinum og segja að lífið sé gott þótt þær systur rífist um framsætið í bílnum eða um hvað eigi að horfa á í sjónvarpinu. 

mbl.is