Þurfti að finna hvað hún elskaði að gera

Ef þú færð orku við að dansa, prófaðu þá að …
Ef þú færð orku við að dansa, prófaðu þá að setja fallega tónlist á og leyfa þér að hreyfast í takt við tónana. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þrír mánuðir eru liðnir frá því að Deidre var sagt upp með textaskilaboðum. Hún var að undirbúa brúðkaupið sitt og fréttirnar komu á óvart. Að mati Monica Parikh var kominn tími á að finna út hvað Deidre elskaði að gera. 

Þetta er fjórða greinin um mál Deidre og Mac á MindBodyGreen.

Monica Parikh skrifar: „Deidre hringdi í mig í uppnámi. Þrír mánuðir höfðu liðið frá því að Mac sagði Deidre upp. Mac hafði sent henni textaskilaboð til að enda sambandið og hún hafði ennþá ekkert heyrt frá honum. Í ráðgjöf minni til Deidre hafði ég aðstoðað hana við að hafa ekki samband við Mac. Deidre var í fráhaldi og farin að fá afur orku og vald á eigin lífi. En þetta var ekki ennþá orðið auðvelt fyrir hana.

„Hann kom upp á Facebook fréttaveitunni í morgun. Það var mynd af honum þar sem hann heldur á bjór ángæður með vinum sínum,“ segir Deidre vonsvikin. Hann er að eiga frábært líf á meðan ég er að týna saman brotin í mínu lífi. Hann rústaði mínu lífi og gekk út úr því eins og ekkert væri.“

Hver hefur ekki verið á staðnum sem Deidre er á eftir sambandsslit eða skilnað? Samfélagsmiðlar, sérstaklega Facebook og Instagram geta virkað eins og salt á fersk sárin.

Á þessum stað er mikilvægt að setja sjálfum sér stíf mörk. Hér legg ég áherslu á að hafa ekki samband og vera ekki að skoða samfélagsmiðla til að ná fyrri styrk og athygli aftur.

Gott er að hafa eftirfrandi atriði í huga:

1. Ekki reyna að vera áfram vinir

„Þið voruð elskendur og eruð það ekki lengur. Ekki þykjast vera vinir, sérstaklega ef þið eruð að vonast til að ná aftur saman. Slíkt virkar nánast aldrei. Ef þið eigið börn saman, þá er mikilvægt að vera kurteis en reynið að halda athygli í samtölum og hafið samskiptin hrein og bein.“

2. Losaðu þig við hann og vini hans á samfélagsmiðlum

„Vissulega er það harkaleg aðferð að losa þig við alla honum tengdum á samfélagsmiðlum. Sér í lagi þegar þér líkar vel við fjölskyldu hans og vini. En þú þarft að forgangsraða í þína þágu í þessu máli. Andleg og tilfinningaleg líðan þín þarf að vera í fyrsta sæti. Það hefur áhrif á þig að sjá myndir af þínum fyrrverandi með vinum sínum, af hverju að láta slíkt eyðileggja daginn þegar þú getur sleppt því?Þó að samfélagsmiðlar sýni nánast aldrei innri líðan fólks, þá er erfitt að greina á milli þegar maður er í ástarsorg. Eins og málin standa  á þessum stað í sambandinu er ekki mikilvægt fyrir Deidre að vita neitt um Marc. Hún þarf að setja athyglina á sig.“

3. Ekki gera neitt

„Ekki hringja, ekki senda skilaboð. Ekki keyra framhjá húsinu hans. Ekki búa til aðstæður þar sem hann þarf að stíga inn í til að aðstoða þig. Ekki, ekki, ekki, ekki gera neitt.“

4. Ekki gera neitt

„Lestu yfir lið þrjú hér að ofan og lestu hann aftur yfir. Lestu hann 10 sinnum yfir. Jafnvel þó að vinur spyrji, hvernig þinn fyrrverandi hafi það, ekki velta því fyrir þér með vini. Ef vinur hittir á vin hans, ekki vilja vita hvað er að frétta. Fullkomið fráhald er fullkomið fráhald. Ímyndaðu þér að hann sé sykur, og þú ert í fráhaldi frá sykri. Þú vilt ekki einu sinni nefna sykur á nafn.“

5. Umkringdu þig góðum vinum

„Talandi um góða vini. Þú ættir að segja bestu vinum þínum að þú finnir til. Þú gætir fengið að sofa heima hjá þeim eina nótt eða beðið þá að koma í heimsókn þegar þannig stendur á hjá þér. Þeir munu vera til staðar fyrir þig á þessu tímabili. Þá er auðveldara að fara í gegnum þetta tímabil. Þetta er hin hliðin af því að finna til, að finna hver er raunverulega til staðar fyrir mann. Æðri máttur mun sjá til þess.“

6. Losaðu þig við falska vini

„Falskir vinir eru þeir sem munu virðast leiðir fyrir þína hönd en um leið og þú ert farin í burtu, þá byrja þeir að segja heiminum um aðstæður þínar. Losaði þig við svona fólk úr þínu lífi. Lengst út úr þínu lífi.“

7. Ekki biðja hann um að hitta þig

„Leyfðu þínum fyrrverandi að leita til þín ef hann mun hafa samband. Gefðu þér góðan tíma til að hitta hann. Ef hann vill hittast, ákveddu þá með viku fyrirvara að gera slíkt. Ekki hitta hann án mikils fyrirvara. Taktu þér tvær vikur ef þú ert ennþá reið út í hann. Af því að þú átt þitt líf að lifa. Fólk sem er upptekið hoppar aldrei til með skömmum fyrirvara.“

8. Ekki keppast við hann

„Á einhverjum tímapunkti muntu heyra að hann sé að hitta einhvern. Vertu róleg með það. Slappaðu af. Á þeim tímapunkti gæti vel verið að þú sért farin að hitta einhvern líka. Einhvern sem er heitari, flottari en hann. Meira andlega þenkjandi og þarf fram eftir götunum. Eða að þú hafir framkvæmt einhverja níu hluti af óskalistanum þínum, sem þig hefur alltaf langað að gera. Sem dæmi að fara á brimbretti á Hawai.“

9. Vertu örugg um hvers virði þú ert

„Fólk hefur áhuga á fágætum hlutum. Þú skalt aldrei gera sjálfan þig að útsöluvöru. Ekki lækka verðgildi þitt til að mæta einhverjum sem hefur ekki efni á þér. Ef hann hætti með þér þá er hann aldrei verðlaunin, heldur þú. Berðu höfuðið hátt og mundu að þú ert rósin í hafi þyrna.“

10. Finndu listræna hluti sem þú elskar

„Breyttu sársaukanum þínum í eitthvað fallegt. Málaðu, syngdu, skrifaðu. Sjáðu hvernig kraftaverkin gerast þegar þú setur orkuna í listræna hluti á þessu stigi í lífinu. Þannig getur þú líkað frestað því að falla fyrir næsta manni sem þú hittir. 

Að leika með blóm, liti og form getur gefið andlega …
Að leika með blóm, liti og form getur gefið andlega lífinu okkar fegurð sem fer síðan yfir í sálina. Ljósmynd/Thinkstockphotos
Þannig verða sár þín og auðmýkt að listrænni sköpun. Hjartað þitt mun bresta og inn í það mun streyma list, ást og kærleikur.“Ef allt annað bregst, settu þá „I will survive“ í plötuspilarann:
„At first I was afraid, I was petrified. Kept thinking I could never live without you by my side. But then I spent so many nights thinking how you did me wrong. And I grew strong. And I learned how to get along.“
 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál