Þurfti að finna hvað hún elskaði að gera

Ef þú færð orku við að dansa, prófaðu þá að ...
Ef þú færð orku við að dansa, prófaðu þá að setja fallega tónlist á og leyfa þér að hreyfast í takt við tónana. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þrír mánuðir eru liðnir frá því að Deidre var sagt upp með textaskilaboðum. Hún var að undirbúa brúðkaupið sitt og fréttirnar komu á óvart. Að mati Monica Parikh var kominn tími á að finna út hvað Deidre elskaði að gera. 

Þetta er fjórða greinin um mál Deidre og Mac á MindBodyGreen.

Monica Parikh skrifar: „Deidre hringdi í mig í uppnámi. Þrír mánuðir höfðu liðið frá því að Mac sagði Deidre upp. Mac hafði sent henni textaskilaboð til að enda sambandið og hún hafði ennþá ekkert heyrt frá honum. Í ráðgjöf minni til Deidre hafði ég aðstoðað hana við að hafa ekki samband við Mac. Deidre var í fráhaldi og farin að fá afur orku og vald á eigin lífi. En þetta var ekki ennþá orðið auðvelt fyrir hana.

„Hann kom upp á Facebook fréttaveitunni í morgun. Það var mynd af honum þar sem hann heldur á bjór ángæður með vinum sínum,“ segir Deidre vonsvikin. Hann er að eiga frábært líf á meðan ég er að týna saman brotin í mínu lífi. Hann rústaði mínu lífi og gekk út úr því eins og ekkert væri.“

Hver hefur ekki verið á staðnum sem Deidre er á eftir sambandsslit eða skilnað? Samfélagsmiðlar, sérstaklega Facebook og Instagram geta virkað eins og salt á fersk sárin.

Á þessum stað er mikilvægt að setja sjálfum sér stíf mörk. Hér legg ég áherslu á að hafa ekki samband og vera ekki að skoða samfélagsmiðla til að ná fyrri styrk og athygli aftur.

Gott er að hafa eftirfrandi atriði í huga:

1. Ekki reyna að vera áfram vinir

„Þið voruð elskendur og eruð það ekki lengur. Ekki þykjast vera vinir, sérstaklega ef þið eruð að vonast til að ná aftur saman. Slíkt virkar nánast aldrei. Ef þið eigið börn saman, þá er mikilvægt að vera kurteis en reynið að halda athygli í samtölum og hafið samskiptin hrein og bein.“

2. Losaðu þig við hann og vini hans á samfélagsmiðlum

„Vissulega er það harkaleg aðferð að losa þig við alla honum tengdum á samfélagsmiðlum. Sér í lagi þegar þér líkar vel við fjölskyldu hans og vini. En þú þarft að forgangsraða í þína þágu í þessu máli. Andleg og tilfinningaleg líðan þín þarf að vera í fyrsta sæti. Það hefur áhrif á þig að sjá myndir af þínum fyrrverandi með vinum sínum, af hverju að láta slíkt eyðileggja daginn þegar þú getur sleppt því?Þó að samfélagsmiðlar sýni nánast aldrei innri líðan fólks, þá er erfitt að greina á milli þegar maður er í ástarsorg. Eins og málin standa  á þessum stað í sambandinu er ekki mikilvægt fyrir Deidre að vita neitt um Marc. Hún þarf að setja athyglina á sig.“

3. Ekki gera neitt

„Ekki hringja, ekki senda skilaboð. Ekki keyra framhjá húsinu hans. Ekki búa til aðstæður þar sem hann þarf að stíga inn í til að aðstoða þig. Ekki, ekki, ekki, ekki gera neitt.“

4. Ekki gera neitt

„Lestu yfir lið þrjú hér að ofan og lestu hann aftur yfir. Lestu hann 10 sinnum yfir. Jafnvel þó að vinur spyrji, hvernig þinn fyrrverandi hafi það, ekki velta því fyrir þér með vini. Ef vinur hittir á vin hans, ekki vilja vita hvað er að frétta. Fullkomið fráhald er fullkomið fráhald. Ímyndaðu þér að hann sé sykur, og þú ert í fráhaldi frá sykri. Þú vilt ekki einu sinni nefna sykur á nafn.“

5. Umkringdu þig góðum vinum

„Talandi um góða vini. Þú ættir að segja bestu vinum þínum að þú finnir til. Þú gætir fengið að sofa heima hjá þeim eina nótt eða beðið þá að koma í heimsókn þegar þannig stendur á hjá þér. Þeir munu vera til staðar fyrir þig á þessu tímabili. Þá er auðveldara að fara í gegnum þetta tímabil. Þetta er hin hliðin af því að finna til, að finna hver er raunverulega til staðar fyrir mann. Æðri máttur mun sjá til þess.“

6. Losaðu þig við falska vini

„Falskir vinir eru þeir sem munu virðast leiðir fyrir þína hönd en um leið og þú ert farin í burtu, þá byrja þeir að segja heiminum um aðstæður þínar. Losaði þig við svona fólk úr þínu lífi. Lengst út úr þínu lífi.“

7. Ekki biðja hann um að hitta þig

„Leyfðu þínum fyrrverandi að leita til þín ef hann mun hafa samband. Gefðu þér góðan tíma til að hitta hann. Ef hann vill hittast, ákveddu þá með viku fyrirvara að gera slíkt. Ekki hitta hann án mikils fyrirvara. Taktu þér tvær vikur ef þú ert ennþá reið út í hann. Af því að þú átt þitt líf að lifa. Fólk sem er upptekið hoppar aldrei til með skömmum fyrirvara.“

8. Ekki keppast við hann

„Á einhverjum tímapunkti muntu heyra að hann sé að hitta einhvern. Vertu róleg með það. Slappaðu af. Á þeim tímapunkti gæti vel verið að þú sért farin að hitta einhvern líka. Einhvern sem er heitari, flottari en hann. Meira andlega þenkjandi og þarf fram eftir götunum. Eða að þú hafir framkvæmt einhverja níu hluti af óskalistanum þínum, sem þig hefur alltaf langað að gera. Sem dæmi að fara á brimbretti á Hawai.“

9. Vertu örugg um hvers virði þú ert

„Fólk hefur áhuga á fágætum hlutum. Þú skalt aldrei gera sjálfan þig að útsöluvöru. Ekki lækka verðgildi þitt til að mæta einhverjum sem hefur ekki efni á þér. Ef hann hætti með þér þá er hann aldrei verðlaunin, heldur þú. Berðu höfuðið hátt og mundu að þú ert rósin í hafi þyrna.“

10. Finndu listræna hluti sem þú elskar

„Breyttu sársaukanum þínum í eitthvað fallegt. Málaðu, syngdu, skrifaðu. Sjáðu hvernig kraftaverkin gerast þegar þú setur orkuna í listræna hluti á þessu stigi í lífinu. Þannig getur þú líkað frestað því að falla fyrir næsta manni sem þú hittir. 

Að leika með blóm, liti og form getur gefið andlega ...
Að leika með blóm, liti og form getur gefið andlega lífinu okkar fegurð sem fer síðan yfir í sálina. Ljósmynd/Thinkstockphotos
Þannig verða sár þín og auðmýkt að listrænni sköpun. Hjartað þitt mun bresta og inn í það mun streyma list, ást og kærleikur.“Ef allt annað bregst, settu þá „I will survive“ í plötuspilarann:
„At first I was afraid, I was petrified. Kept thinking I could never live without you by my side. But then I spent so many nights thinking how you did me wrong. And I grew strong. And I learned how to get along.“
 
mbl.is

Undir frönskum og japönskum áhrifum

Í gær, 23:59 Emmanuelle Simon er einn áhugaverðasti innanhúsarkitektinn um þessar mundir. Hún er fædd í Suður-Frakklandi og er að byrja að vekja athygli fyrir einfalda og fallega hönnun þar sem smáatriðin eru aðalatriðið. Tímalaus hönnun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meira »

Sunneva og stjörnurnar elska bert á milli

Í gær, 21:00 Það eru ekki allir hrifnir af bert á milli tískunni en þó má finna fjölmargar stjörnur sem greinilega elska að klæðnaðurinn sé kominn aftur í tísku. Í sumar hafa allt frá íslenskum samfélagsmiðlastjörnum til stjarnanna í Hollywood sýnt á sér magavöðvana í stuttum bolum. Meira »

Er svo alvörugefin!

Í gær, 18:00 Kona biður um ráð þar sem hún er komin með leið á sér. Hvað gerir maður þegar maður er að verða versta útgáfan af sér? Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi gefur ráð. Meira »

Svona bjó Elizabeth Taylor

Í gær, 15:02 Hús sem leikkonan Elizabeth heitin Taylor keypti með öðrum eiginmanni sínum, Michael Wilding, árið 1953 er komið aftur nú til sölu og kostar vel yfir einn og hálfan milljarð. Meira »

Er ég góð systir?

Í gær, 12:00 Heilagt samband kvenna er viðfangsefni þessarar greinar. Hvernig konur geta verið konum bestar. Búið til rými fyrir hvor aðra til að vaxa og dafna með ást að leiðarljósi. Ást frelsar. Hún er kærleiksrík rödd á ögurstundu sem segir, velkomin inn í líf mitt. Þú ert konan sem ég hef beðið eftir. Röddin sem hvíslar: Þú ert nákvæmlega sú sem þú átt að vera. Dagurinn í dag er gjöf! Ekki gjald. Meira »

Svona notar ofurfyrirsætan brúnkusprey

Í gær, 09:00 Rosie Huntington-Whiteley byrjar að undirbúa húðina degi áður en hún á að mæta á opinbera viðburði. Brúnkusérfræðingur hennar fór yfir málið. Meira »

Yngingarmeðal Berry ekkert leyndarmál

Í gær, 06:00 Halle Berry er 51 árs en hefur að undanförnu vakið athygli fyrir að bera aldurinn sérstaklega vel. Berry fann ekki leynilegan æskubrunn heldur drekkur kjötsoð Meira »

Kaffi ekki alltaf lausnin

í fyrradag Ef þú ert einn af þeim sem heldur að áhrifin af áfengi minnki við einn kaffibolla ert þú á villigötum.   Meira »

4 ástæður fyrir píkufnyk

í fyrradag Píkan á ekki að lykta eins og rósarunni en þó getur stundum verið ástæða fyrir því að píkan lyktar öðruvísi en vanalega.   Meira »

Sóli Hólm í fantaformi á Spáni

í fyrradag Fjölmiðlamaðurinn Sóli Hólm er fantaflottur á Spáni um þessar mundir, en hann hefur lagt hart að sér í ræktinni síðan hann losnaði við krabbamein. Meira »

Myndarlegustu rauðhærðu Íslendingarnir

í fyrradag Á dögunum birti Smartland lista yfir frægar rauðhærðar stjörnur. Íslendingar þurfa þó ekki að leita alla leið til Hollwood til þess að finna fallega rauðhærða Íslendinga enda nóg af rauðhærðu fólki á landinu. Meira »

Náðu lúkkinu: Litrík sumarförðun

í fyrradag Ís­lenskt teymi gerði á dög­un­um myndaþátt fyr­ir tísku­tíma­ritið ELLE í Serbíu en Snyrtipenninn fer hér yfir öll helstu trixin á bak við förðunina og hárgreiðsluna. Meira »

Stigu fram eftir brjóstakrabbamein

í fyrradag Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. Fjölmargar stjörnur hafa opnað umræðuna um krabbameinið eftir að hafa glímt við það sjálfar. Meira »

Enn þá fáránlega svalt 40 árum seinna

í fyrradag Flíkur með einni ermi hafa verið vinsælar frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Hver man ekki eftir myndum frá Studio 54 frá þessum tíma í New York? Þar sem konurnar voru með stórt hár og aðra öxlina frjálsa. Meira »

Eiginmaðurinn stakk af með vinkonunni

19.7. „Þegar vinkona mín missi eiginmann sinn gladdist ég yfir því að eiginmaður minn, píparinn, gat hjálpað henni. Ég hefði aldrei trúað því að hún myndi stela honum.“ Meira »

Kynfræðsla 21. aldarinnar

19.7. Samkvæmt New York Times er kynfræðsla 21. aldarinnar komin á Instagram. Cycles & Sex er síða sem færir lesendum sínum alla þá fræðslu sem þeir ekki fengu í skóla að mati stofnenda síðunnar. Meira »

Er ég svona skelfilega leiðinleg?

19.7. Kona sendir inn bréf sem snýst um áhuga hennar á að eiga góða vini. Henni semur vel við vini sína en þeir hafa lítið samband. Meira »

Himneskur brúðarkjóll dóttur Önnu Wintour

19.7. Dóttir tískudrottningarinnar Önnu Wintour, Bee Shaffer, gekk í hjónaband með öðru barni Vogue-ritstjóra. Ítölsk stemmning var yfir brúðarkjól númer tvö. Meira »

Ákvað að skipta um fyrirmyndir

19.7. María Hjarðar hafði aldrei velt því fyrir sér af hverju hún hataði líkamann sinn því hún var handviss um að henni ætti að líða þannig. Hún segir líkamsvirðingu meðal annars felast í því að hlusta á líkamann sinn. Meira »

Litrík listamannaíbúð Steinunnar

19.7. Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, og eiginmaður hennar Eiríkur Smári Sigurðarson hafa sett íbúð sína á Nýlendugötu á sölu. Meira »

Góð ráð áður en þú hittir tengdó

19.7. Það getur verið pínleg kvöldstund að hitta tengdaforeldrana í fyrsta skipti. Hér eru nokkur góð ráð til að koma sem best fram. Meira »