Hvort á ég að velja maka eða fjölskyldu?

Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að ...
Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Sæll Valdimar

Ég og maðurinn minn hittumst fyrir tveimur árum og giftum okkur mjög fljótt vegna þess að hann þurfti landvistarleyfi til að vera hér áfram. Hann er með jaðarpersónuleikaröskun og getur verið mjög erfiður í umgengni og þungur í skapinu. Þegar við giftumst þá fór allt í hund og kött og samband hans við foreldra mína, sem var nánast ekkert fyrir, fór út um þúfur. Þau vilja ekkert með hann hafa og hann ekkert með þau. Þessi staða hefur valdið því að ég er að verða meira og meira fjarlæg fjölskyldunni minni því ég þarf í hvert einasta skipti að „velja hann eða þau“. Ég hef alla tíð verið mjög náin fjölskyldunni minni en maðurinn minn ekki sinni svo ég efast um að hann skilji missinn minn.

Fyrir utan allt þetta er ég sú sem er með vinnu (hann hefur unnið samtals í 6 mánuði í þremur vinnum síðan við kynntumst), hann borgar þó fyrir matvöru og þar sem við höfum verið að vinna að heimilinu og okkur skortir svo sem ekki. Það er ég sem þarf að redda öllu sem snýr út á við (þar sem hann er erlendur), ég sem er með bílpróf og andlega getu til þess að fara út úr húsi auk þess að þurfa að díla við hans skapbresti. Stundum hagar hann sér eins og barn og neitar að fara til læknis eða felur sig undir sæng og vill ekki fara út, eða síðast á afmælinu mínu þar sem hann fékk svakalegt kvíðakast bara af því ég átti afmæli. Svo er hann svo rosalega neikvæður og finnur nánast ALLT að Íslandi og Íslendingum.

Ég elska hann en ég er farin að efast um að ég fái nokkurn tímann helminginn af þeirri fórn og vinnu sem ég legg í sambandið til baka og er satt að segja orðin þreytt á því. Ég sakna þess að hitta mömmu mína án þess að fá samviskubit og að geta farið í sumarfrí með fjölskyldunni minni. Hvað á ég að gera? Mun ég sjá eftir því að hafa eytt mörgum árum með honum eða mun ég sjá eftir því að hafa farið frá honum? Ég hafði aldrei orðið ástfangin fyrr en ég hitti hann og hann getur verið svo yndislegur ... hann er bara að díla við mikið og ég veit ekki hvort ég get dílað við það líka.

Kær kveðja, ein í vanda

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningar.

Það verður ekki hjá því komist að segja að það virðist vera að maðurinn sé háður þér og jafnvel gæti einhver sagt að hann sé að nota þig á vissan máta. Það er öllum hollt að bera ábyrgð á sjálfum sér og hluti af því er að leita sér hjálpar þegar það á við. Það að fara ekki til læknis, vinna ekki, neita að fara út úr húsi, vera kvíðinn og neikvæður og þar fram eftir götunum bendir til þess að maðurinn þinn þurfi á aðstoð að halda svo honum geti liðið betur. Það er mjög krefjandi að setjast að í nýju landi þar sem tungumál og menning geta verið talsvert frábrugðin því sem fólk hefur vanist. Samband ykkar hljómar eins og þú sért bjargvætturinn hans og það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hann. Það er frábært að sýna sínum nánustu kærleika og að vera til staðar þegar mikið reynir á en hluti af því að vera til staðar er að setja sjálfum sér og öðrum mörk þannig að maður sé ekki farinn að axla ábyrgð á fullorðnu fólki umfram það sem það getur sjálft. Það getur leitt til þess sem kallast að vera „þroskaþjófur“, að maður sé að fórna sér fyrir aðra á þann hátt að það komi í veg fyrir þeirra eigin þroska.

Hvað fjölskyldu þína varðar mæli ég með því að þú látir ekki aðra stjórna því hvort þú umgengst hana eða ekki. Fátt er dýrmætara en góð fjölskyldutengsl. Þú segist upplifa missi og ekki ólíklegt að fjölskyldan þín geri það líka. Þegar fólk er að varna öðrum að umgangast fjölskyldu sína er það oft vegna óöryggis sem þeir einstaklingar þyrftu að vinna úr sjálfir. Það að honum finnist þú vera að velja þau fram yfir hann er einmitt vísbending um það. Þú ættir alveg að geta valið bæði.

Á endanum þarftu einmitt sjálf að ákveða hvað þú ættir að gera. Ég mæli ekki með að hugleiða of mikið hvað þú munt upplifa í framtíðinni, það er að segja hvort þú sjáir eftir hinu og þessu. Við vitum ekkert hvernig framtíðin verður. Almennt má segja að maður taki ekki ranga ákvörðun, fyrir utan þær sem augljóslega eru að skaða mann sjálfan eða aðra og/eða lögbrot. Maður einfaldlega tekur ákvörðun og lærir svo vonandi eitthvað af henni. Ef þú ákveður að halda áfram í sambandinu, þá lærir þú eitthvað af því. Kannski lærir þú að maður getur bara breytt sjálfum sér en ekki öðrum, kannski lærir þú að sambandið haldi áfram að valda þér áhyggjum og kannski lærir þú að þú hefðir ekki átt að halda sambandinu áfram eftir að þú fórst að hugsa þessa hluti. Ef það gerist þá getur þú tekið nýja ákvörðun í framtíðinni, til dæmis ákveðið að fara úr sambandinu eða leitað til pararáðgjafa til þess að aðstoða ykkur með sambandið. Ef þú ferð úr sambandinu núna munt þú líka læra eitthvað af því. Ef þér finnst mjög erfitt og ruglingslegt að taka ákvörðun, þá mæli ég eindregið með því að tala við einhvern sem er algjörlega ótengdur ykkur og getur mögulega hjálpað þér að spegla þínar hugsanir og stutt þig í ákvarðanatökunni.

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari póst HÉR. 

mbl.is

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

Í gær, 12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

Í gær, 08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í fyrradag „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í fyrradag Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »