Hvort á ég að velja maka eða fjölskyldu?

Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að ...
Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Sæll Valdimar

Ég og maðurinn minn hittumst fyrir tveimur árum og giftum okkur mjög fljótt vegna þess að hann þurfti landvistarleyfi til að vera hér áfram. Hann er með jaðarpersónuleikaröskun og getur verið mjög erfiður í umgengni og þungur í skapinu. Þegar við giftumst þá fór allt í hund og kött og samband hans við foreldra mína, sem var nánast ekkert fyrir, fór út um þúfur. Þau vilja ekkert með hann hafa og hann ekkert með þau. Þessi staða hefur valdið því að ég er að verða meira og meira fjarlæg fjölskyldunni minni því ég þarf í hvert einasta skipti að „velja hann eða þau“. Ég hef alla tíð verið mjög náin fjölskyldunni minni en maðurinn minn ekki sinni svo ég efast um að hann skilji missinn minn.

Fyrir utan allt þetta er ég sú sem er með vinnu (hann hefur unnið samtals í 6 mánuði í þremur vinnum síðan við kynntumst), hann borgar þó fyrir matvöru og þar sem við höfum verið að vinna að heimilinu og okkur skortir svo sem ekki. Það er ég sem þarf að redda öllu sem snýr út á við (þar sem hann er erlendur), ég sem er með bílpróf og andlega getu til þess að fara út úr húsi auk þess að þurfa að díla við hans skapbresti. Stundum hagar hann sér eins og barn og neitar að fara til læknis eða felur sig undir sæng og vill ekki fara út, eða síðast á afmælinu mínu þar sem hann fékk svakalegt kvíðakast bara af því ég átti afmæli. Svo er hann svo rosalega neikvæður og finnur nánast ALLT að Íslandi og Íslendingum.

Ég elska hann en ég er farin að efast um að ég fái nokkurn tímann helminginn af þeirri fórn og vinnu sem ég legg í sambandið til baka og er satt að segja orðin þreytt á því. Ég sakna þess að hitta mömmu mína án þess að fá samviskubit og að geta farið í sumarfrí með fjölskyldunni minni. Hvað á ég að gera? Mun ég sjá eftir því að hafa eytt mörgum árum með honum eða mun ég sjá eftir því að hafa farið frá honum? Ég hafði aldrei orðið ástfangin fyrr en ég hitti hann og hann getur verið svo yndislegur ... hann er bara að díla við mikið og ég veit ekki hvort ég get dílað við það líka.

Kær kveðja, ein í vanda

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningar.

Það verður ekki hjá því komist að segja að það virðist vera að maðurinn sé háður þér og jafnvel gæti einhver sagt að hann sé að nota þig á vissan máta. Það er öllum hollt að bera ábyrgð á sjálfum sér og hluti af því er að leita sér hjálpar þegar það á við. Það að fara ekki til læknis, vinna ekki, neita að fara út úr húsi, vera kvíðinn og neikvæður og þar fram eftir götunum bendir til þess að maðurinn þinn þurfi á aðstoð að halda svo honum geti liðið betur. Það er mjög krefjandi að setjast að í nýju landi þar sem tungumál og menning geta verið talsvert frábrugðin því sem fólk hefur vanist. Samband ykkar hljómar eins og þú sért bjargvætturinn hans og það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hann. Það er frábært að sýna sínum nánustu kærleika og að vera til staðar þegar mikið reynir á en hluti af því að vera til staðar er að setja sjálfum sér og öðrum mörk þannig að maður sé ekki farinn að axla ábyrgð á fullorðnu fólki umfram það sem það getur sjálft. Það getur leitt til þess sem kallast að vera „þroskaþjófur“, að maður sé að fórna sér fyrir aðra á þann hátt að það komi í veg fyrir þeirra eigin þroska.

Hvað fjölskyldu þína varðar mæli ég með því að þú látir ekki aðra stjórna því hvort þú umgengst hana eða ekki. Fátt er dýrmætara en góð fjölskyldutengsl. Þú segist upplifa missi og ekki ólíklegt að fjölskyldan þín geri það líka. Þegar fólk er að varna öðrum að umgangast fjölskyldu sína er það oft vegna óöryggis sem þeir einstaklingar þyrftu að vinna úr sjálfir. Það að honum finnist þú vera að velja þau fram yfir hann er einmitt vísbending um það. Þú ættir alveg að geta valið bæði.

Á endanum þarftu einmitt sjálf að ákveða hvað þú ættir að gera. Ég mæli ekki með að hugleiða of mikið hvað þú munt upplifa í framtíðinni, það er að segja hvort þú sjáir eftir hinu og þessu. Við vitum ekkert hvernig framtíðin verður. Almennt má segja að maður taki ekki ranga ákvörðun, fyrir utan þær sem augljóslega eru að skaða mann sjálfan eða aðra og/eða lögbrot. Maður einfaldlega tekur ákvörðun og lærir svo vonandi eitthvað af henni. Ef þú ákveður að halda áfram í sambandinu, þá lærir þú eitthvað af því. Kannski lærir þú að maður getur bara breytt sjálfum sér en ekki öðrum, kannski lærir þú að sambandið haldi áfram að valda þér áhyggjum og kannski lærir þú að þú hefðir ekki átt að halda sambandinu áfram eftir að þú fórst að hugsa þessa hluti. Ef það gerist þá getur þú tekið nýja ákvörðun í framtíðinni, til dæmis ákveðið að fara úr sambandinu eða leitað til pararáðgjafa til þess að aðstoða ykkur með sambandið. Ef þú ferð úr sambandinu núna munt þú líka læra eitthvað af því. Ef þér finnst mjög erfitt og ruglingslegt að taka ákvörðun, þá mæli ég eindregið með því að tala við einhvern sem er algjörlega ótengdur ykkur og getur mögulega hjálpað þér að spegla þínar hugsanir og stutt þig í ákvarðanatökunni.

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari póst HÉR. 

mbl.is

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

Í gær, 21:30 Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

Í gær, 18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

Í gær, 15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

Í gær, 11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

Í gær, 09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

í fyrradag Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í fyrradag Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í fyrradag Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í fyrradag Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í fyrradag „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

í fyrradag Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »

Eik Gísladóttir selur höllina

15.3. Eik Gísladóttir lífskúnstner og smekkmanneskja hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu. Eik hefur nostrað við húsið eins og sést á myndunum. Meira »

Get ég legið í sólbaði allan daginn á Tene?

15.3. „Hvernig er það. Ég er á leið til Tenerife og þrái að liggja í sólinni frá morgni til kvölds. Hvernig er það, ef ég smyr á mig sólarvörn, get ég þá verið í sólinni allan daginn?“ Meira »