Hvort á ég að velja maka eða fjölskyldu?

Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að ...
Íslensk kona veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Sæll Valdimar

Ég og maðurinn minn hittumst fyrir tveimur árum og giftum okkur mjög fljótt vegna þess að hann þurfti landvistarleyfi til að vera hér áfram. Hann er með jaðarpersónuleikaröskun og getur verið mjög erfiður í umgengni og þungur í skapinu. Þegar við giftumst þá fór allt í hund og kött og samband hans við foreldra mína, sem var nánast ekkert fyrir, fór út um þúfur. Þau vilja ekkert með hann hafa og hann ekkert með þau. Þessi staða hefur valdið því að ég er að verða meira og meira fjarlæg fjölskyldunni minni því ég þarf í hvert einasta skipti að „velja hann eða þau“. Ég hef alla tíð verið mjög náin fjölskyldunni minni en maðurinn minn ekki sinni svo ég efast um að hann skilji missinn minn.

Fyrir utan allt þetta er ég sú sem er með vinnu (hann hefur unnið samtals í 6 mánuði í þremur vinnum síðan við kynntumst), hann borgar þó fyrir matvöru og þar sem við höfum verið að vinna að heimilinu og okkur skortir svo sem ekki. Það er ég sem þarf að redda öllu sem snýr út á við (þar sem hann er erlendur), ég sem er með bílpróf og andlega getu til þess að fara út úr húsi auk þess að þurfa að díla við hans skapbresti. Stundum hagar hann sér eins og barn og neitar að fara til læknis eða felur sig undir sæng og vill ekki fara út, eða síðast á afmælinu mínu þar sem hann fékk svakalegt kvíðakast bara af því ég átti afmæli. Svo er hann svo rosalega neikvæður og finnur nánast ALLT að Íslandi og Íslendingum.

Ég elska hann en ég er farin að efast um að ég fái nokkurn tímann helminginn af þeirri fórn og vinnu sem ég legg í sambandið til baka og er satt að segja orðin þreytt á því. Ég sakna þess að hitta mömmu mína án þess að fá samviskubit og að geta farið í sumarfrí með fjölskyldunni minni. Hvað á ég að gera? Mun ég sjá eftir því að hafa eytt mörgum árum með honum eða mun ég sjá eftir því að hafa farið frá honum? Ég hafði aldrei orðið ástfangin fyrr en ég hitti hann og hann getur verið svo yndislegur ... hann er bara að díla við mikið og ég veit ekki hvort ég get dílað við það líka.

Kær kveðja, ein í vanda

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessar spurningar.

Það verður ekki hjá því komist að segja að það virðist vera að maðurinn sé háður þér og jafnvel gæti einhver sagt að hann sé að nota þig á vissan máta. Það er öllum hollt að bera ábyrgð á sjálfum sér og hluti af því er að leita sér hjálpar þegar það á við. Það að fara ekki til læknis, vinna ekki, neita að fara út úr húsi, vera kvíðinn og neikvæður og þar fram eftir götunum bendir til þess að maðurinn þinn þurfi á aðstoð að halda svo honum geti liðið betur. Það er mjög krefjandi að setjast að í nýju landi þar sem tungumál og menning geta verið talsvert frábrugðin því sem fólk hefur vanist. Samband ykkar hljómar eins og þú sért bjargvætturinn hans og það er ekki gott, hvorki fyrir þig né hann. Það er frábært að sýna sínum nánustu kærleika og að vera til staðar þegar mikið reynir á en hluti af því að vera til staðar er að setja sjálfum sér og öðrum mörk þannig að maður sé ekki farinn að axla ábyrgð á fullorðnu fólki umfram það sem það getur sjálft. Það getur leitt til þess sem kallast að vera „þroskaþjófur“, að maður sé að fórna sér fyrir aðra á þann hátt að það komi í veg fyrir þeirra eigin þroska.

Hvað fjölskyldu þína varðar mæli ég með því að þú látir ekki aðra stjórna því hvort þú umgengst hana eða ekki. Fátt er dýrmætara en góð fjölskyldutengsl. Þú segist upplifa missi og ekki ólíklegt að fjölskyldan þín geri það líka. Þegar fólk er að varna öðrum að umgangast fjölskyldu sína er það oft vegna óöryggis sem þeir einstaklingar þyrftu að vinna úr sjálfir. Það að honum finnist þú vera að velja þau fram yfir hann er einmitt vísbending um það. Þú ættir alveg að geta valið bæði.

Á endanum þarftu einmitt sjálf að ákveða hvað þú ættir að gera. Ég mæli ekki með að hugleiða of mikið hvað þú munt upplifa í framtíðinni, það er að segja hvort þú sjáir eftir hinu og þessu. Við vitum ekkert hvernig framtíðin verður. Almennt má segja að maður taki ekki ranga ákvörðun, fyrir utan þær sem augljóslega eru að skaða mann sjálfan eða aðra og/eða lögbrot. Maður einfaldlega tekur ákvörðun og lærir svo vonandi eitthvað af henni. Ef þú ákveður að halda áfram í sambandinu, þá lærir þú eitthvað af því. Kannski lærir þú að maður getur bara breytt sjálfum sér en ekki öðrum, kannski lærir þú að sambandið haldi áfram að valda þér áhyggjum og kannski lærir þú að þú hefðir ekki átt að halda sambandinu áfram eftir að þú fórst að hugsa þessa hluti. Ef það gerist þá getur þú tekið nýja ákvörðun í framtíðinni, til dæmis ákveðið að fara úr sambandinu eða leitað til pararáðgjafa til þess að aðstoða ykkur með sambandið. Ef þú ferð úr sambandinu núna munt þú líka læra eitthvað af því. Ef þér finnst mjög erfitt og ruglingslegt að taka ákvörðun, þá mæli ég eindregið með því að tala við einhvern sem er algjörlega ótengdur ykkur og getur mögulega hjálpað þér að spegla þínar hugsanir og stutt þig í ákvarðanatökunni.

Með kærri kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari póst HÉR. 

mbl.is

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

Í gær, 12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Í gær, 09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í fyrradag „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í fyrradag Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »