Geta seinni ástarsamböndin orðið góð?

Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Samkvæmt Gottman-hjónunum sem starfrækja Gottman-stofnunina (sem talin er ein sú virtasta þegar kemur að samböndum og rannsóknum á þeim) eru það nokkur atriði sem virðast skera úr um möguleikana á því að seinni sambönd geti orðið góð og jafnvel betri en þau fyrri, og ætla ég að skrifa aðeins um nokkur þeirra hér,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Við vitum að skilnaðartíðnin er hærri í seinni samböndum en þeim fyrri og munar allt að 10% á þeirri tíðni eða í stað 50% skilnaðartíðni fyrsta hjónabands fer hún í 60% í seinni samböndum, ekki neitt sérlega spennandi líkur þarna á ferð fyrir okkur sem erum enn í leitinni að hinum fullkomna maka.

En ef við gætum að okkur og förum eftir þeim ráðum sem rannsóknir Gottmans bjóða upp á getum við kannski breytt þessum hlutföllum og jafnvel lifað „happily ever after“ með seinni mökum okkar og því er um að gera að skoða þessi ráð vel.

Og hér er uppskrift að 10 atriðum sem Gottman telur vænleg til að gera seinni sambönd lífvænlegri og endingarbetri:

Ekki gagnrýna maka þinn: 

Í stað þess skaltu láta maka þinn vita af þörfum þínum á jákvæðan hátt og forðast að nota þú þú þú setningar. Að tala um sjálf málefnin er þannig betra en að vera með persónulega gagnrýni og árásir á makann.


Að læra hvernig lagfæra má eftir átök: 

Ekki geyma með þér pirring og vanþóknun. Ágreiningur er óumflýjanlegur í flestum tilfellum á milli hjóna og þar sem ágreiningur verður ekki er hætta á stöðnun í sambandinu. En það sem þarf að forðast er að fara í vörn, sýna fyrirlitningu með því að ranghvolfa augunum, hæðast að og kalla makann öllum illum nöfnum eða sýna honum fyrirlitningu með öðrum hætti.

 
Forðast að ráðast á persónuleika makans og reyna að halda sig við nútíðina:

Hafðu fókusinn á því umræðuefni sem byrjað var með og spurðu sjálfan þig „hverju er ég að reyna að ná fram?“ Munum að reiði er yfirleitt tengd særindum, ótta og óöryggi svo haltu þig við að hafa hlutina í réttu samhengi í stað þess að fara í ádeilur á makann.

Auktu til muna líkamleg atlot og ástúð:

Ekki gleyma að kúra saman í sófanum eða koma makanum á óvart með óvæntum kossum eða öðrum hætti. Og þó að þú sért ekki týpan sem ert mikið fyrir þetta þá er það engu að síður staðreynd að þetta hjálpar við að halda sambandinu og þeim ástarböndum sem þar finnast á endingargóðum nótum.

Að byggja upp sameiginleg áhugamál með maka þínum:

Reynið að finna ykkur nokkur sameiginleg áhugamál sem veita ykkur ánægju og ekki gleyma að sýna áhugamálum makans áhuga þó svo að þau séu ekki þín áhugamál. 

Nærðu væntumþykju og aðdáun:

Minntu þig á jákvæða eiginleika maka þíns jafnvel á sama tíma og þú átt í útistöðum við hann. Tjáðu þig reglulega upphátt og helst oft á dag um þessa jákvæðu eiginleika. Finndu og leitaðu að því sem sameinar ykkur en ekki því sem sundrar ykkur. 

Vertu berskjaldaður og fullkomlega heiðarlegur um lykilatriði sambands ykkar:

Talaðu um þarfir þínar og áhyggjur. Tjáðu hugsanir þínar, tilfinningar og þarfir á virðingarverðan hátt, það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar hlutunum er sópað undir teppið eða að grafa neikvæðar tilfinningar sem innra með þér búa.

Taktu ábyrgð á þínum þætti í ágreiningnum:

Það getur breytt andrúmsloftinu í sambandinu. Dr. Julie og John Gottman skrifa: „Viðbrögð annars aðilans breyta hreinlega heilabylgjum hins aðilans.“ Biddu afsökunar þegar það á við því að það mun auðvelda fyrirgefningu og gefa hinum aðilanum fullvissu um að tilfinningar hans séu virtar.

Ekki leyfa sárunum að rótfestast: 

Skoraðu flóttahugsanir þínar á hólm og hættu að halda í vondar tilfinningar. Hlustaðu á maka þinn og hans hlið og mundu að við höfum öll einhverjar hliðar sem við erum ekki svo ánægð með að hafa. Með því að gefa maka þínum leyfi til að hafa sína galla þurfum við ekki lengur að halda í fyrirlitningu okkar eða reyna að stjórna þeim í þá átt sem við viljum að þeir fari.

Segðu fyrirgefðu og iðkaðu fyrirgefningu:

Segðu afsakið þegar þú hefur sært tilfinningar maka þíns í þeim tilgangi að færa ykkur frá ágreiningi. Að vera fyrirmynd fyrir börnin okkar með þessum hætti auðveldar þeim að læra rétt viðbrögð í ágreiningi framtíðar þeirra. Reyndu svo að muna að þú og maki þinn eruð saman í liði og reyndu að vera eins skilningsríkur og þú treystir þér til hverju sinni. Það þýðir þó ekki að þú samþykkir særandi orð og framkvæmdir eða látir af eigin mörkum, en það gefur þér hugarró og yfirsýn sem færir vald þitt til þín. 

Í seinni samböndum eru mörg flækjustig og stressþættir sem gera það að verkum að ástin og væntumþykjan getur tapast. En mundu næst þegar þú lendir í ágreiningi við maka þinn að virða hans viðbrögð og skoðanir þó að þær falli ekki að þínum og síðan er bara að vinna að því að yfirstíga vondar tilfinningar og líðan og halda áfram að vinna að jafnvægi og ást sambandsins. 

Þannig að ég ætla að enda þennan pistil minn á því að minna okkur öll á það að grasið er sjaldan grænna hinum megin og við tökum alla okkar galla og viðbrögð með okkur inn í næstu sambönd þannig að það kannski borgar sig að hlusta á þessi ágætu hjón sem rannsakað hafa þá þætti sem gefa samböndum líf sitt, nú eða dauða sinn.

Og eins og ávallt þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu ef eitthvað af þessum atriðum þarfnast skoðunar í þínu tilviki.

mbl.is

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

Í gær, 20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

Í gær, 19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

Í gær, 15:00 Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

Í gær, 11:00 Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

Í gær, 05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í fyrradag Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í fyrradag Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

í fyrradag Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

í fyrradag Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í fyrradag „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »