Geta seinni ástarsamböndin orðið góð?

Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Samkvæmt Gottman-hjónunum sem starfrækja Gottman-stofnunina (sem talin er ein sú virtasta þegar kemur að samböndum og rannsóknum á þeim) eru það nokkur atriði sem virðast skera úr um möguleikana á því að seinni sambönd geti orðið góð og jafnvel betri en þau fyrri, og ætla ég að skrifa aðeins um nokkur þeirra hér,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Við vitum að skilnaðartíðnin er hærri í seinni samböndum en þeim fyrri og munar allt að 10% á þeirri tíðni eða í stað 50% skilnaðartíðni fyrsta hjónabands fer hún í 60% í seinni samböndum, ekki neitt sérlega spennandi líkur þarna á ferð fyrir okkur sem erum enn í leitinni að hinum fullkomna maka.

En ef við gætum að okkur og förum eftir þeim ráðum sem rannsóknir Gottmans bjóða upp á getum við kannski breytt þessum hlutföllum og jafnvel lifað „happily ever after“ með seinni mökum okkar og því er um að gera að skoða þessi ráð vel.

Og hér er uppskrift að 10 atriðum sem Gottman telur vænleg til að gera seinni sambönd lífvænlegri og endingarbetri:

Ekki gagnrýna maka þinn: 

Í stað þess skaltu láta maka þinn vita af þörfum þínum á jákvæðan hátt og forðast að nota þú þú þú setningar. Að tala um sjálf málefnin er þannig betra en að vera með persónulega gagnrýni og árásir á makann.


Að læra hvernig lagfæra má eftir átök: 

Ekki geyma með þér pirring og vanþóknun. Ágreiningur er óumflýjanlegur í flestum tilfellum á milli hjóna og þar sem ágreiningur verður ekki er hætta á stöðnun í sambandinu. En það sem þarf að forðast er að fara í vörn, sýna fyrirlitningu með því að ranghvolfa augunum, hæðast að og kalla makann öllum illum nöfnum eða sýna honum fyrirlitningu með öðrum hætti.

 
Forðast að ráðast á persónuleika makans og reyna að halda sig við nútíðina:

Hafðu fókusinn á því umræðuefni sem byrjað var með og spurðu sjálfan þig „hverju er ég að reyna að ná fram?“ Munum að reiði er yfirleitt tengd særindum, ótta og óöryggi svo haltu þig við að hafa hlutina í réttu samhengi í stað þess að fara í ádeilur á makann.

Auktu til muna líkamleg atlot og ástúð:

Ekki gleyma að kúra saman í sófanum eða koma makanum á óvart með óvæntum kossum eða öðrum hætti. Og þó að þú sért ekki týpan sem ert mikið fyrir þetta þá er það engu að síður staðreynd að þetta hjálpar við að halda sambandinu og þeim ástarböndum sem þar finnast á endingargóðum nótum.

Að byggja upp sameiginleg áhugamál með maka þínum:

Reynið að finna ykkur nokkur sameiginleg áhugamál sem veita ykkur ánægju og ekki gleyma að sýna áhugamálum makans áhuga þó svo að þau séu ekki þín áhugamál. 

Nærðu væntumþykju og aðdáun:

Minntu þig á jákvæða eiginleika maka þíns jafnvel á sama tíma og þú átt í útistöðum við hann. Tjáðu þig reglulega upphátt og helst oft á dag um þessa jákvæðu eiginleika. Finndu og leitaðu að því sem sameinar ykkur en ekki því sem sundrar ykkur. 

Vertu berskjaldaður og fullkomlega heiðarlegur um lykilatriði sambands ykkar:

Talaðu um þarfir þínar og áhyggjur. Tjáðu hugsanir þínar, tilfinningar og þarfir á virðingarverðan hátt, það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar hlutunum er sópað undir teppið eða að grafa neikvæðar tilfinningar sem innra með þér búa.

Taktu ábyrgð á þínum þætti í ágreiningnum:

Það getur breytt andrúmsloftinu í sambandinu. Dr. Julie og John Gottman skrifa: „Viðbrögð annars aðilans breyta hreinlega heilabylgjum hins aðilans.“ Biddu afsökunar þegar það á við því að það mun auðvelda fyrirgefningu og gefa hinum aðilanum fullvissu um að tilfinningar hans séu virtar.

Ekki leyfa sárunum að rótfestast: 

Skoraðu flóttahugsanir þínar á hólm og hættu að halda í vondar tilfinningar. Hlustaðu á maka þinn og hans hlið og mundu að við höfum öll einhverjar hliðar sem við erum ekki svo ánægð með að hafa. Með því að gefa maka þínum leyfi til að hafa sína galla þurfum við ekki lengur að halda í fyrirlitningu okkar eða reyna að stjórna þeim í þá átt sem við viljum að þeir fari.

Segðu fyrirgefðu og iðkaðu fyrirgefningu:

Segðu afsakið þegar þú hefur sært tilfinningar maka þíns í þeim tilgangi að færa ykkur frá ágreiningi. Að vera fyrirmynd fyrir börnin okkar með þessum hætti auðveldar þeim að læra rétt viðbrögð í ágreiningi framtíðar þeirra. Reyndu svo að muna að þú og maki þinn eruð saman í liði og reyndu að vera eins skilningsríkur og þú treystir þér til hverju sinni. Það þýðir þó ekki að þú samþykkir særandi orð og framkvæmdir eða látir af eigin mörkum, en það gefur þér hugarró og yfirsýn sem færir vald þitt til þín. 

Í seinni samböndum eru mörg flækjustig og stressþættir sem gera það að verkum að ástin og væntumþykjan getur tapast. En mundu næst þegar þú lendir í ágreiningi við maka þinn að virða hans viðbrögð og skoðanir þó að þær falli ekki að þínum og síðan er bara að vinna að því að yfirstíga vondar tilfinningar og líðan og halda áfram að vinna að jafnvægi og ást sambandsins. 

Þannig að ég ætla að enda þennan pistil minn á því að minna okkur öll á það að grasið er sjaldan grænna hinum megin og við tökum alla okkar galla og viðbrögð með okkur inn í næstu sambönd þannig að það kannski borgar sig að hlusta á þessi ágætu hjón sem rannsakað hafa þá þætti sem gefa samböndum líf sitt, nú eða dauða sinn.

Og eins og ávallt þá er ég einungis einni tímapöntun í burtu ef eitthvað af þessum atriðum þarfnast skoðunar í þínu tilviki.

mbl.is

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

Í gær, 19:00 „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Í gær, 16:00 Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

Í gær, 13:00 Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

Í gær, 10:00 „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

Í gær, 05:00 Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

í fyrradag „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

í fyrradag Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

í fyrradag „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

í fyrradag Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

í fyrradag Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

13.12. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

12.12. Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

12.12. Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

12.12. „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »