Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

Koddinn gerir kúrið bærilegra.
Koddinn gerir kúrið bærilegra. skjáskot/amazon

Það er notalegt að liggja á hliðinni við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þó sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg fyrir þann sem er fyrir aftan. Nú er til sölu koddi á Amazon sem getur mögulega bjargað þessum óþægindum. 

Kúrkodinn svokallaði er sagður sérstaklega hannaður með það í huga að hægt sé að nota hann með maka. Einhleypt fólk eða fólk sem sefur langt frá maka sínum getur þó auðvitað líka notað hann en virknin snýst einfaldlega um að draga úr álagi á útlimi þegar koddinn er notaður. 

Nánd er sögð geta bjargað samböndum en nánd þýðir ekki endilega kynlíf. Að kúra er dæmi um góða nánd og því er ekki úr vegi að segja að kúrkoddinn geti bjargað samböndum, eða að minnsta kosti bætt þau. 

mbl.is