Er í hjónabandsráðgjöf en finnst hún ekki ganga nógu vel

Það er alltaf áskorun að líta inn á við og …
Það er alltaf áskorun að líta inn á við og finna leiðir til að vera í heilbrigðu sambandi við maka sinn og annað fólk. Ljósmynd/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafa, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurningu frá manni sem er í hjónabandsráðgjöf en finnst hún ekki ganga nógu vel. Finnst þau alltaf fara tvö skref áfram og eitt aftur á bak. 

Sæl.

Hvað segir þú um toxic hjónaband sem er í bata með aðstoð ráðgjafa og viljanum til að laga það sem er að? En samt eru tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Í minningunni er allur þessi pakki, þar sem öll rauðu flöggin voru. Málið er að þessi sambönd eru flókin, það er á sama tíma mögulega flest það sem þig dreymdi um þegar þú varst yngri að fá að lifa. Þessi setning er einnig að trufla mig: „við erum öll ófullkomin“. Ef ég fer alveg út úr þessu, þá er einvera sem bíður eða seinna meir mögulega annar ófullkominn. Mjög margir búa við eitrað samband alla ævi. 

Kveðja, sá nafnlausi

Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæll. 

Takk fyrir spurninguna. Mér finnst hún mjög mikilvæg inn í umræðuna í dag. 

Þú spyrð mig um álit mitt á samböndum í bata og gefur ágætis lýsingu á því hvernig fólki stundum líður á þeim stað sem þú ert á. 

Það að vinna í slæmum samböndum er eitt það erfiðasta sem fólk getur farið í. Það er ekkert mál að skilja, fólk fer þá vanalega í 3-4 vikur í ástarfráhvörf og eyðir svo restina af lífinu í að halda áfram að vera óhamingjusamt, nema að það rati í bata með öðrum aðila eða einn og sér. 

Svo er alltaf hinn valkosturinn að halda áfram í sambandinu og reyna að gera betur sjálfur.  Sem er vanalega til þess fallið að fólk missir lífsgleðina og sjálfan sig í leiðinni. 

Þessi fúsleiki til að fara í bata og æfa sig með þeim sem maður er með í dag er rétta leiðin. Fólk sem er alveg tilbúið að gefast upp, tilbúið að lyfta upp öllum steinum og skoða sig fyrst áður en það skoðar maka sinn, er fólkið sem upplifir kraftaverkin. 

Ég hef aldrei séð fólk fá bata á sama tíma í hjónabandi, en vanalega er nóg að annar aðilinn setji fótinn niður og hætti að taka þátt í að grafa lengra ofan í skurðinn. 

Ef fólk kann að vera eitt og kann að vera í óhamingjusömu sambandi, getur bataleiðin virkað einstaklega mjór og þröngur vegur. Best er að marka þennan veg saman sem par með góðum parasamningi. Búast má við að fólk fari oft út af veginum og þurfi verulega þjálfun til að læra að haga sér. 

Ég er hins vegar ekki tilbúin að segja að þegar fólk er að vinna í sér og sambandinu að það fari eitt skref aftur á bak áður en það fer tvö skref áfram. Bataleiðin getur virkað þannig fyrir leikmann, en fyrir ráðgjafann þá horfir hann vanalega á stöðugar framfarir. 

Ef hjónbandandið er komið verulega á hliðina myndi ég segja að það taki nokkur ár með leiðbeiningu að vinna í málunum. Það geta komið allskonar áskoranir upp á leiðinni. Ég get lofað því að þessar áskoranir eru sjaldnast verri en hvernig sambandið var upphaflega. Ekki nema annar eða báðir aðilarnir séu að fá virkilega mikið út úr því að skaða sjálfan sig og hinn aðilann í sambandinu. 

Það er alveg til líka og þarf að stoppa eins fljótt og unnt er. 

Málið er nefnilega það að við þorum langflest að kvarta og kveina. Færri hafa hugrekki til að vera hamingjusöm, glöð og frjáls alla daga. 

Það sem mér hefur þótt bæði skemmtilegast og erfiðast að kenna fólki er að segja sannleikann. Að setja til hliðar það að vera góður og setja frekar heiðarleika í forgrunn. Málið er nefnilega að það getur ást verið í hjörtu beggja aðila í hjónabandi, en ef ekki ríkir traust á milli fólks, þá fær ástin ekki að flæða. 

Gangi þér áfram vel að vinna í þér og mundu að þú finnur ekki hamingjuna í öðru fólki. Fjársjóðurinn býr innra með þér og ég trúi því að tímarnir sem við erum að upplifa séu að gefa okkur færi á að fara meira inn á við. 

Gangi þér vel!

Kær kveðja, 

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál