Leitar að elskhuga handa eiginkonunni

Eldri hjón leita að elskhuga fyrir eiginkonuna.
Eldri hjón leita að elskhuga fyrir eiginkonuna. Skjáskot Prevention

Eldri karlmaður leitar að karlmanni sem er tilbúinn að stunda kynlíf með eiginkonu hans stöku sinnum. Þau hjónin eru þó ekki viss hvernig þau finni réttan mann sem þau geta treyst. Þau leita ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

„Við erum hjón sem erum komin á eftirlaunaaldur og höfum verið gift í 40 ár. Ég dýrka konuna mína og hún dýrkar mig. Við stundum enn kynlíf, en við höfum talað um að hún finni sér annan ástmann til að njóta ásta með stöku sinnum. Hvorugt okkar vill nota netið til að leita að hinum eina rétta. Hvaða ráð myndirðu gefa okkur til að finna vin handa henni sem hún gæti verið með og treyst? Börnin okkar eru flutt í burtu, svo við höfum ekki miklar áhyggjur af því að þetta fréttist.“

Ráðgjafinn Pamela Stephenson Connolly gefur þeim góð ráð bæði hvað varðar leitina og hvað þau þurfa að hafa í huga þegar þau hafa fundið hann. 

„Lykilatriðið er traust. Það er aldrei auðvelt að finna einhvern sem þú getur treyst fyrir hvaða hluta lífs þíns sem er  peningum, vinnu, heimilislífi, hreinlæti  svo eðlilega verður erfitt að finna mann til að koma inn í sambandið. 

Það fyrsta sem þið eiginkona þín ættuð að gera er að fara ítarlega yfir hvernig samkomulag ykkar myndi líta út. Til dæmis: Væri í lagi ef þessi þriðji aðili væri hluti af samfélagi ykkar, einhver sem þið umgangist við aðrar kringumstæður? Mynduð þið vilja að hann kæmi inn á heimili ykkar eða væri betra að hittast annars staðar? Myndi eiginkona þín hitta hann ein eða kæmir þú með? Hvaða mörk ætlið þið að setja? Hvað með öryggi? Það er í eðli mannsins að finna fyrir öfund; jafnvel þótt þú haldir að hún muni ekki koma mun það líklegast samt gerast. Hvernig munt þú takast á við það? Hvaða smáatriðum ætlið þið að deila?

Það þarf að vera skýrt og gegnsætt samþykki hjá ykkur, líka þriðja aðilanum. Það gæti verið auðveldast að hafa samband við þekkta „swingera“ í nærsamfélagi ykkar, af því að þá eruð þið líklegri til að finna manneskju sem samþykkir hugmyndina um óhefðbundin sambönd. En þið þurfið samt að fylgja ákveðnum reglum, fara varlega og gera ráð fyrir óvæntum tilfinningum og uppákomum,“ segir Stephenson Connolly.

mbl.is