Þetta ættu konur ekki að segja eftir kynlíf

Það borgar sig að hugsa tvisvar hvað þú segir.
Það borgar sig að hugsa tvisvar hvað þú segir. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er aldrei gaman að fá móðgandi athugasemdir. Að fá særandi athugasemd uppi í rúmi, nakin með einhverjum, eftir að sá hinn sami hefur verið náinn þér, er líklega enn verra. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox gerði könnun á hvað konur ættu ekki að segja við karla ef þær vilja komast hjá því að særa bólfélaga sína. 

Hér má sjá setningar sem konur ættu ekki að segja:

„Getum við ekki bara stundað venjulegt kynlíf? Af hverju þurfum við ... að nota kynlífsleikföng/horfa á klám/fara í hlutverkaleik/nota bindingar?“

„Er hann kominn inn?“

„Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Karlmenn eru mjög heitir fyrir mér. Hvað er að þér?“

„Fórstu út með ruslið?“

„Er í lagi að ég klári með titraranum mínum?“

„Ég er ánægð með að þú sért ekki jafnstór og minn fyrrverandi.“

„Þetta var indælt.“ 

„Er þetta búið?“

„Er þetta smátyppi?“

„Þetta var ekki það sem ég bjóst við.“

„Heldur þú að ég sé samkynhneigð?“

„Ég hefði viljað að þú entist lengur.“

„Þú ert pottþétt á topp 20.“

„Þú litir vel út ef þú hreyfðir þig.“

„Þetta er eins og banani. Hvernig á ég að taka þetta alvarlega þegar hann beygist svona.“

„Hvar lærðir þú að konur elska þetta? Þær gera það ekki, vissirðu það?“

„Er hann nógu stór til að fara inn?“

„Pungurinn er svo skrítinn. Hann lítur út eins og skalli á eldri karli.“

Passaðu hvað þú segir.
Passaðu hvað þú segir. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál