Heldur fram hjá með manni úr hlaupahópnum

Kona manns er aftur byrjuð að halda fram hjá.
Kona manns er aftur byrjuð að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

„Konan mín heldur fram hjá mér með manni í hlaupahópnum hennar. Þau stunda kynlíf heima hjá honum og fara svo út að hlaupa áður en þau klára hlaupið hjá okkur. Það versta er að ég er nýbúinn að fyrirgefa henni fyrir síðasta hliðarsporið. Ég er 38 ára og og konan mín 36 ára. Við höfum verið saman í 12 ár og eigum dóttur sem er níu ára. Við eigum fallegt heimili og vorum hamingjusöm fjölskylda,“ skrifaði maður um vandamál í hjónabandinu og leitaði ráð hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Heimurinn minn hrundi fyrir tveimur árum þegar ég uppgötvaði að konan mín væri að halda fram hjá með vinnufélaga. Hún virtist sjá mikið eftir því og bað mig um að fyrirgefa sér. Ég hugsaði um það og samþykkti að gefa sambandi okkar annan séns vegna dóttur okkar. Allt gekk vel þangað til ég tók eftir því að hún gaf hlaupafélaga sínum daðurslegt augnaráð. Hún hefur verið að æfa fyrir maraþon svo ég skipti mér ekki af löngum hlaupum hennar. En þetta augnaráð fékk mig til að efast um allt. Ég elti hana næst þegar hún fór út og áttaði mig á að hún hitaði upp með kynlífi heima hjá honum í stað þess að hita upp í garðinum. Þegar ég spurði hana út í þetta neitaði hún öllu. En að lokum játaði hún að hafa haldið fram hjá síðustu sex mánuði. Ég elska konuna mína en þetta eyðilagði mig. Ég er hræddur um að ég sé ekki nógu góður fyrir hana í rúminu. Mér leið eins og ég gæti ekki annað en flutt út. Ég stunda stundum kynlíf með konunni minni. Ég er hræddur um vera án hennar og elska hana enn.“

Hjónabandið hefur verið betra.
Hjónabandið hefur verið betra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að það sé mögulegt fyrir hann að treysta konunni sinni aftur en það veltur á því hvort að hún vinni heimavinnuna sína. 

„Eftir fyrsta framhjáhaldið hugsaðir þú ekki um ástæðuna. Það er lykillinn. Þið þurfið bæði að skoða hvort þú komist yfir þetta. Ef þú getur fyrirgefið henni og hún skuldbundið sig 100 prósent er hægt að bjarga sambandinu. En vertu alveg viss um ákvörðun þína til þess að forðast annað áfall. Krefstu þess að hún slíti öll tengsl við þennan mann. Segðu henni að þetta þýði ekki að þú fyrirgefir henni en þetta sýnir að henni er alvara með hjónabandið og ef hún er einlæg hugsar þú málið,“ segir ráðgjafinn. 

mbl.is