„Eiginkonan vill að ég sofi hjá öðrum konum“

Eiginkonan vil að hann sofi hjá öðrum konum til að …
Eiginkonan vil að hann sofi hjá öðrum konum til að uppfylla þarfir sínar. mbl.is/Thinkstockphotos

Giftur karlmaður leitar leiða til þess að verða hamingjusamari í hjónabandinu. Eiginkonan vill ekki sofa oft hjá honum og hefur gefið honum leyfi til að sofa hjá öðrum konum, en hann langar ekki til þess.

„Við eiginkona mín höfum verið saman í um 10 ár og það hefur alltaf verið skýrt að við höfum mismikla þörf fyrir kynlíf. Ég vil stunda mun meira kynlíf en hún. Nýlega sagði hún mér að sér þætti kynlíf með mér einstakt en hefði ekki áhuga á að sofa hjá öðru fóki. Hún sagðist líta á kynlíf okkar sem ástartjáningu en hún hefði ekki mikla kynhvöt. 

Síðan sagði hún mér að sér þætti í lagi ef ég færi út og stundaði merkingarlaust kynlíf með öðrum. Mín fyrstu viðbrögð voru spenna en eftir smá tíma fann ég að þetta truflaði mig. Ef ég ætti að stunda meira kynlíf en ég geri núna vildi ég að það væri með eiginkonu minni, ekki manneskju sem ég þekki ekki. Geri ég of miklar kröfur? Ætti ég að ræða þetta við hana? Eða ætti ég að taka tilboði hennar og stunda kynlíf með öðrum til að mæta kröfum mínum?“

Ráðgjafi The Guardian, Pamela Stephenson Connolly, gaf manninum góð ráð. 

„Þegar manneskja gefur maka sínum svona leyfi, þá meinar hún það yfirleitt ekki og hugsar það ekki alla leið. Fyrir utan líkamlegu hættuna, þá eru tilfinningar í spilinu og framtíð sambandsins. Jafnvel orðið „merkingarlaust kynlíf“ er hlaðið merkingu í tengslum við kynlífslaust hjónaband, og það kemur mér á óvart að þú setjir ekki spurningarmerki við það. Það gæti eyðilagt samband ykkar.

Þín fyrsta hugmynd er sniðugust; að vera með konunni þinni og leita leiða til að vekja áhuga hennar. Það er mjög mikilvægt að gera ráð fyrir því að hún hafi ekki áhuga á þér eða sé með minni kynhvöt. Það er margt sem hefur áhrif á kynhvöt fólks, sumt er hægt að laga en annað þarf að skoða betur. Fáið hjálp saman til að skilja hvort þetta sé eitthvað líkamlegt eða andlegt.“

mbl.is