Þarf á meiri hjálp að halda en Davíð

Andri Hrannar Einarsson er á lausu.
Andri Hrannar Einarsson er á lausu.

Andri Hrannar Einarsson, trommari og útvarpsmaður á FM Trölla, býr á Kanaríeyjunni Gran Canaria. Andri Hrannar er að leita að réttu konunni og telur að myndarlegur gítarleikari á borð við Davíð Sigurgeirsson þurfi ekki á einkamálaauglýsingu í fjölmiðlum að halda. Sjálfur þarf hann á meiri hjálp að halda enda ekki verið heppinn í ástum að undanförnu.  

„Það gefur nú augaleið þar sem Davíð er fjallmyndarlegur maður á besta aldri með mikið og sítt hár og spilar á gítar. Hann getur bara vippað gítarnum fram og strömmað eitthvað rosa rómó lag fyrir deitið sitt,“ segir Andri Hrannar þegar hann er spurður af hverju hann þarf frekar á hjálp að halda við að finna ástina en Davíð. 

„Ég aftur á móti er kominn yfir fimmtugt, með smá bumbu og tala nú ekki um liðverkina sem eru nú ekkert heillandi,“ segir Andri Hrannar í léttum tón. Hann gefur auk þess í skyn að verkirnir hjálpi ekki til í rúminu. Andri Hrannar segir heldur ekki auðvelt að draga fram trommusettið fyrir dömurnar. 

Ertu búinn að vera lengi á Tinder?

„Það eru nú einhver ár síðan ég skráði mig á Tinder. Hef fengið einhver möts en það hefur nú lítið gerst frekar í því, enda er ég ekki frægur gítarleikari eins og Davíð.“

Er stefnumótalífið á Gran Canaria öðruvísi en á Íslandi? 

„Það er pínu öðruvísi þar sem megnið af fólkinu hérna eru ferðamenn. Fólkið kemur og fer þannig að það verður lítið úr einhverjum deitum. Ég er að vinna í því að læra eitthvað í spænskunni svo ég geti farið að heilla senjóríturnar upp úr skónum.“

Hvernig er draumakonan þín?

„Ég veit ekki hvað hún heitir, en ég er búinn að sjá hana tvisvar í ræktinni hérna á Kanarí.“

Andri Hrannar er hress og er að leita að réttu …
Andri Hrannar er hress og er að leita að réttu konunni.

Ertu ekkert á leiðinni heim? Hvernig er lífið á Cran Canaria?

„Síðustu tvö ár hafa verið mjög skrítin þar sem Gran Canaria snýst nær eingöngu um ferðamennsku. Að upplifa það að sjá stað sem er alltaf fullur af ferðamönnum verða nær því tómur er frekar sorglegt. En það er allt á uppleið aftur og Playa del Ingles iðar af lífi og gleði. Ég er búinn að búa mér fallegt og kósí heimili og hér mun ég vera megnið af árunum, en koma heim til Íslands í heimsókn.“

Andri Hrannar er trommari.
Andri Hrannar er trommari.

Eru trommuleikarar ekki jafn eftirsóttir og gítarleikarar?

„Sko, það veit yfirleitt enginn hver er að tromma af því það sér okkur enginn, erum faldir bak við settið. Söngvararnir eru augljóslega að taka mestu athyglina og svo troða gítarleikararnir sér alltaf fremst á sviðið í einhverju hetjusólói með tilheyrandi grettum og fettum og það verður allt blautt fyrir framan sviðið. Hvernig er hægt að keppa við það? En oft ná bara trommararnir í söngkonuna, það hefur gerst einu sinni eða tvisvar, reyndar með misjöfnum árangri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál