Verstu peningaráð sem konur hafa fengið

Erin Busbee er frumkvöðull og heldur úti síðunni Busbee.com sem …
Erin Busbee er frumkvöðull og heldur úti síðunni Busbee.com sem einblínir á tísku fyrir konur yfir fertugt. Skjáskot/Instagram

Það er af nógu að taka þegar kemur að peningaráðum. Sum ráðin eru skynsamleg og önnur ekki. Í raun má segja að enginn ætti að gera drastískar breytingar á fjármálum sínum eftir ráðum einhvers sem hvorki hefur menntun né sérþekkingu á málefninu. Þrátt fyrir það getum við samt sem áður lært heilmikið af öðrum.

Vefritið HerMoney tók saman verstu ráð sem kvenkyns frumkvöðlar hafa fengið í gegnum tíðina. Alllar eru þær sammála um að ræða opinskátt um fjármál og leita ráða hjá fleiri en einum.

Borguðu bara vextina

Lesley Eccles er stofnandi Relish.
Lesley Eccles er stofnandi Relish. Skjáskot

Lesley Eccles stofnandi Relish stóð frammi fyrir mikilvægri ákvarðanatöku þegar hún og eiginmaður hennar keyptu hús og stofnuðu fyrirtæki sama árið. Þá þurftu þau að ákveða hvort þau borguðu aðeins vextina á húsnæðisláninu eða vexti og inn á höfuðstólinn. Gegn betri vitund sannfærðu aðrir hana um að borga bara vextina enda voru þau svo gott sem tekjulaus fyrsta árið í nýju starfi. 

„Ég réttlætti þetta með því að trúa að þetta myndi bara vera svona í örfá ár í mesta lagi. Það sem við myndum spara í að borga niður húsnæðislánið myndum við nota til að halda okkur á floti í rúmt ár. Þetta var stór áhætta en án þess að taka þá áhættu hefðum við ekki getað standsett fyrirtækið okkar sem dafnar nú mjög vel. Þrátt fyrir að þetta hafi gengið upp þá mælir hún ekki með því að aðrir feti sömu slóðir.“

„Þú verður að kunna að bera kennsl á áhætturnar og spyrja sjálfa þig hvort þér líði vel með að taka slíka sénsa. Fáðu ráð hjá fleiri en einum aðila og ræddu málin við einhvern sem þú treystir og hefur vit á fjármálum og hefur sannað ágæti sitt í þeim málum.“

Hefði viljað fjárfesta meira

Cate Luzio er stofandi Luminary.
Cate Luzio er stofandi Luminary. Skjáskot

Cate Luzio stofnandi Luminary segir eitt versta peningaráð sem hún hafi fengið reyndist einnig vera það besta. Henni var ráðlagt að leggja peningana sína inn á bankabók og nota þá aldrei. Þó þetta ráð hafði knúið hana til þess að leggja peninga til hliðar þá myndi hún í dag frekar kjósa að fjárfesta peningana enda mikið sem tapast við að gera það ekki. Þá vildi hún að hún hefði ráðið fjármálaráðgjafa strax. Allur sparnaðurinn hennar leyfði henni að fjármagna sig og byggja upp fyrirtækið sitt án þess að skuldsetja sig.

Luzio mælir með því að ræða opinskátt um fjármál og læra af mistökum. Konur ættu að vera duglegri að ræða um fjármál, ekki bara opinberlega heldur einnig við maka sína, yfirmenn, fjárfesta og aðra aðila. Það er mikilvægt að fjarlægja skömmina sem fylgir því að ræða um peninga. Því fleiri konur sem taka af skarið því betra!“

Var ráðlagt að eyða meiru 

Melissa Machat er með eigið ráðgjafafyrirtæki.
Melissa Machat er með eigið ráðgjafafyrirtæki. Skjáskot

Frumkvöðlinum Melissu Machat var ráðlagt að hækka standardinn sinn hvað lífsstílinn varðaði. Það myndi hvetja hana áfram. Ef hún myndi eyða meiru þá þyrfti hún að leggja harðar af sér til borga reikningana.

Fyrst keypti hún sér fínan bíl og fór í dýr ferðalög og fyrr en varði fór talan á sparireikningnum að nálgast núllið. Hún gerði ráð fyrir að hún gæti alltaf aflað sér meiri peninga til þess að kaupa sér hluti en fékk svo skell þegar kom að því að greiða skatta. Hún átti ekkert eftir. Þá sá hún að eitthvað þyrfti að breytast.

„Ég fékk það á heilann að spara og vildi læra hvernig átti að byggja upp auðæfi og ekki endilega vinna meira heldur vinna af kænsku. Ég lærði að láta peningana vinna fyrir mig og ég er þakklát að vera ekki lengur skuldug því það hefur gjörbreytt lífi mínu. Það er mjög auðvelt að missa sig í því að einhver eigi meiri pening en þú. Maður verður að fylgja eigin eðlisávísun. Það verður engin ríkur á einhverju loforði um skjótan gróða. Varastu hvern þú hlustar á og fáðu alltaf ráð hjá fleiri en einum.

Konur standa höllum fæti

Erin Busbee finnst konur ekki fá sama fjármálauppeldi og karlar.
Erin Busbee finnst konur ekki fá sama fjármálauppeldi og karlar. Skjáskot/Instagram

Erin Busbee frumkvöðull segir það versta vera hversu fá ráð konur fá um fjármál í raun og veru. Þær missi af ákveðnum lærdómi um fjármál sem karlar hins vegar fá. „Sjálf var ég lengi vel hrædd um að ræða fjármál því ég vildi ekki sýnast ómenntuð eða heimsk.“

„Ég hef lagt mig fram um að mennta sjálfa mig í fjármálum, farið á námskeið, ráðið sérfræðinga og lesið ótal greinar til þess að fræðast meira um peninga.“

Busbee mælir með því að konur rannsaki eigið viðhorf til peninga. Margar byggja á úreltum hugmyndum um peninga sem þjóna okkur ekki lengur. „Ég ólst upp frekar fátæk hjá einstæðri móður. Við áttum varla fyrir reikningunum. Þetta uppeldi vissulega kveikti þrá hjá mér til að ná árangri en á sama tíma finnst mér peningar óþægilegir. Það er nauðsynlegt að hreinsa til hjá sér svo maður geti risið hærra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál