Stundar símakynlíf með trúlofuðum manni oft í viku

Kona átti góðar stundir með fyrrverandi í gegnum síma.
Kona átti góðar stundir með fyrrverandi í gegnum síma. Unsplash.com/Peter Kaspzryk

Kona leitar ráða þar sem hún stundar símakynlíf með sínum fyrrverandi oft í viku. Það væri yfirleitt ekkert vandamál nema í þessu tilviki því maðurinn er að fara að gifta sig.

„Við vorum gift í 15 ár, ég er 55 ára og hann er 56 ára. Við vorum almennt mjög hamingjusöm en hann hélt samt framhjá mér nokkrum sinnum á meðan hjónabandinu stóð. Við skildum og ég var ekkert í neinu sambandi við hann í tíu ár.

Ég hef farið á stefnumót með öðrum mönnum en ekki myndað nein almennileg tengsl við neinn. 16 ára dóttir okkar sér stundum pabba sinn og segir mér þá eitt og annað um líf hans. Eitt kvöldið varð ég svo forvitin að ég fletti honum upp á samfélagsmiðlum. Hann hafði lítið breyst. 

Ég sendi honum skilaboð og hann svaraði um hæl. Hann virtist ánægður að heyra frá mér. Við spjölluðum smá og skiptumst á símanúmerum. Áður en ég vissi af vorum við farin að spjalla saman í síma í hverri viku, klukkutíma í senn. Allar þessar gömlu tilfinningar helltust yfir okkur og það leiddist út í símakynlíf. Við vorum jafnvel farin að tala um að hittast. 

Svo einn daginn kom dóttir mín heim úr pabbaheimsókn og tilkynnti mér um að hann væri að fara að giftast kærustu sinni en þau eiga tvö lítil börn saman.

Ég komst í mikið uppnám þar sem ég hélt að við myndum kannski ná saman aftur. Þegar ég spurði hann út í þetta þá sagðist hann vilja vera með mér en hann verði að hugsa um hag þessara litlu barna.

Hann segir að þetta sé allt bara slæm tímasetning og hann vildi að við hefðum getað unnið úr okkar málum á sínum tíma. 

Hvað á ég að gera?“

Svar ráðgjafans: 

Þú veist mæta vel hvað þú átt að gera en það krefst viljastyrks. Segðu þér að þetta samband sé vonlaust. Þinn fyrrverandi ætlar aldrei að fara frá unnustu sinni, sérstaklega þegar hann getur bæði haldið og sleppt.

Ekki hafa samband við hann og stattu við það. Þú veist að hann er svikull og þú getur ekki treyst honum. Þú átt betra skilið og unnustan hans á líka betra skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál