Sér eftir brúkaupinu og vill fyrrverandi aftur

Kynlíf, sambönd, hjónabandserfiðleikar
Kynlíf, sambönd, hjónabandserfiðleikar Thinkstock / Getty Images

„Ég hélt að ég hefði tekið rétta ákvörðun þegar ég kvæntist bestu vinkonu minni en nú fjórum árum seinna get ég ekki hætt að hugsa um mína fyrrverandi. Ég er 32 ára og eiginkona mín er 29 ára og áður en við giftum okkur vorum við vinir í níu ár. Ég elska hana mjög mikið en ég er byrjaður að hugsa að samband okkar hefði bara átt að vera platónskt,“ skrifaði maður í klípu og leitaði ráða hja Deidre ráðgjafa The Sun. 

„Við byrjuðum að hittast þegar ég var að reyna að komast yfir fyrrverandi kærustu mína til fimm ára. Hún var til staðar fyrir mig þegar ég var einmana og ég held að ég hafi ekki skilið tilfinningar mínar. Jafnvel þó svo að líf okkar sé gott þá er engin kynferðisleg spenna til staðar. Mér líður eins og ég sé að missa af einhverju í lífinu. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ég samband við mína fyrrverandi og við höfum ekki hætt að tala saman. Ég veit að grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Ég er mjög hræddur um að ég sé að særa eiginkonu mína. Hvað á ég að gera?“

Maðurinn er í samskiptum við fyrrverandi kærustu sína.
Maðurinn er í samskiptum við fyrrverandi kærustu sína. Ljósmynd / Getty Images

Ráðgjafinn bendir manninum á að hann skuldi konunni sinni að vinna í hjónabandinu.

„Á meðan þú átt greinilega eftir að gera upp tilfinningar þínar við þína fyrrverandi þá er ekki gáfulegt hætta öllu þar sem þú veist ekki hvort sambandið myndi ganga upp. Það er þess virði að tala við eiginkonu þína um vandamálið og íhuga að fara í sambandsráðgjöf,“ skrifar ráðgjafinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál