Vatnsberinn: Lífið sendir þér öðruvísi verkefni

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er akkúrat tíminn sem þú stormar beint áfram og hvort sem þér finnst vera öskrandi bylur og þú sjáir ekki nema rétt fram fyrir fæturna á þér eða ekki þá áttu bara eftir að sjá og finna að þú ert kominn fram úr þínum björtustu vonum. Lífið er líka að senda þér öðruvísi lítil verkefni sem þú elskar að taka þátt í.

Hugur þinn og tindrandi útgeislun eru þínir bestu kostir. Þegar þú hefur náð tökum á því að geta talað frjálslega og leikið þér með orðaforðann, þá finnur þú fyrst hvers þú ert megnugur. Hugmyndir þínar þjóta eins hratt og geimskip svo það er mikilvægt fyrir þig að segja fólki frá þeim í stað þess að reyna alltaf að redda öllu sjálfur.

Fáðu fólk með þér í lið og reyndu að skipuleggja örlítið því það mun vaxa hratt og þér mun líða betur. Hamingjan verður meiri og þá sérðu hversu langt þú ert kominn. Þú sérð allt svo miklu skýrar, finnur á þér og veist hverjum þú ætlar að hanga með. Þær tilfinningar og tengingar sem ekki eru byggðar á sannleikanum rofna.

Það myndast í kringum þig hópur af fólki sem er á þinni bylgjulengd og hefur þessa víðsýni og jákvæðni sem þú býrð yfir. Ef einhver er að reyna að breyta þér og setja þér skorður, ef það er mamma þín er það allt í lagi, en annars alls ekki.

Þú getur haft fulla trú á sjálfum þér þótt þú hendir þér út í óvissuna því einlægni þín og forystulund lætur þér líða eins og þú svífir áfram. Þú færð til þín skilaboð í formi einhvers konar leiðinda eða hótunar en þú vinnur þér leið út úr því á ógnarhraða.

Það eru dásamlegir tímar framundan og þú átt eftir að fagna oft, en öllu sem fagnað er hefur alltaf fylgt einhver aðdragandi. Mundu það, elskan mín, en þú fagnar ástinni, fjölskyldunni og möguleikunum sem þú hefur.

Kossar & knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál