Vatnsberinn: Þú stýrir friðarljósinu

Vatnsberinn.
Vatnsberinn.

VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þú ert að taka svo mikla ábyrgð á öllu og það getur verið stressandi. En í raun vil ég segja þér að þetta er svo spennandi.

Það er margt að breytast, en þú getur ekki bæði haldið og sleppt. Þú gætir þurft að taka leiðinlegar ákvarðanir til þess að hreinsa andrúmsloftið og það verður mikill léttir eftir það.

Þú hefur verið svo mikið í því að berja þig áfram að stundum ertu bara búinn með allt á varatanknum. En á sama tíma þrífstu best undir álagi og þannig verður svo skemmtilegt og áhrifamikið að sjá hversu mikið þú getur framkvæmt í stressinu.

Fjölskyldan verður sú heildarmynd sem þú sérð best og af fullum krafti muntu tengja alla saman sem þú mögulega getur. Þú ert sá sem stýrir friðarljósinu eins og hinn skemmtilegi Vatnsberi Yoko Ono tendraði í Viðey.

Þú finnur styrkleika þinn í því að taka til þinna ráða og gera það sem þér finnst best, sú ákvörðun kemur öllum til góða. Þitt hlutverk er að koma miklu til leiðar í lífinu og þú átt eftir að hafa mikil áhrif á samfélagið sem þú lifir í. Þú notar töfra þína ómeðvitað en þú þarft að skilja og sjá að þú ert svo sterkur og aflmikilll, já ÞÚ þarft að sjá það.

Ég dreg eitt spil fyrir þig og þú færð orkustöðina sem tengir þriðja augað. Það er kristall í miðjunni og sterka vina- og fjölskyldutalan 6 er send til þín. Þegar fólk er skyggnt og sér meira en aðrir gera er sú sýn í gegnum þriðja augað. Þetta er eins og að stunda nokkurskonar innherjaviðskipti því þú færð að vita á undan öðrum hvað er að koma til þín. Allt sem er að koma til þín fær þig til að efla þinn innri mátt á þessum tímum. Framkvæmdu áætlanir þínar því lausn er í sjónmáli.

Knús og kossar, Sigga Kling

Frægir í Vatnsberanum:

Laddi, skemmtikraftur, 20. janúar

Geir Sveinsson, handknattleiksþjálfari, 27. janúar

Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar

Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar

Rikka, fjölmiðlakona, 29. janúar

Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar

Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar

Auðunn Lúthersson (Auður), tónlistarmaður, 9. febrúar

mbl.is