Ágústspá Siggu Kling er mætt!

Hvað ber þessi mánuður í skauti sér? Verður þetta ein­tómt volæði eða verður ágúst stórkostlegasti mánuður ársins? 

Sigga Kling er búin að rýna í stjörn­urn­ar og seg­ir að það sé und­ir okk­ur sjálf­um komið hvernig þessi mánuður verði. 

Elsku Hrúturinn minn, það er svolítið í eðli þínu að gerast óþolinmóður og þar af leiðandi láta allt fara í taugarnar á þér. Um leið og þú slakar á þá leysir lífið fyrir þig hindranirnar og þú kemst svo sannarlega á leiðarenda áður en þú bjóst við.

Það hefur verið skrýtin og spennandi orka í kringum þig. Í sumum þeim verkefnum sem þú ætlar þér ertu látinn stoppa. Ólíklegustu hlutir geta komið upp á til þess að stöðva þig, en svo ertu að fá verðlaun og viðurkenningar annars staðar frá sem þú bjóst ekki við þú ættir skilið.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Fiskurinn minn, þið eruð í miðjunni á yndislegu sumri. Það er mikið að gera hjá ykkur, en kannski ekki eins skipulagt og þið viljið hafa það. Þú ert bestur í því að vinna á tánum og taka að þér ólík verkefni. Þú elskar fólk og þú bæði gefur manneskjum orku, en þú þrífst líka á orkunni sem þú færð til baka.

Þú ert í eðli þínu móðurlegur persónuleiki. Dýr, börn og gamalmenni leita til þín og líður vel hjá þér. Það er svo rosalega mikilvægt þú starfir í kringum eða með fólki, í því finnurðu þennan stöðugleika sem hjálpar þér að láta hugmyndir þínar verða að veruleika.

Lestu stjörnuspánna í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku hjartans Meyjan mín, þú ert á og ert að fara inn í svo mikinn tilfinningatíma. Þetta hefur verið eins og marglitur kokteill af tilfinningum, en tilfinningar segja þér líka þú sért á lífi.

Þú þarft að dansa við eigið hljómfall og láta ekki aðra hafa of mikil afskipti af þér. Það kemur fyrir að fólk missir tökin, út af lífinu. En trúðu mér að eftir tvær vikur mun þér finnast að þú sért eins og ný manneskja, þú skiljir lífið og hið andlega betur. Þú þarft að standa sjálfstætt og treysta ekki á aðra.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Ljónin mín, ég las einu sinni þessa skemmtilegu setningu; að hika er sama og tapa, svo haldið þið bara áfram því sem þið eruð að gera. Það eru að mæta ykkur gleðilegar stundir.

Þið eruð að fá já við óskum ykkar og núna er tíminn til að fagna. Þann þriðja ágúst er fullt tungl í Vatnsberanum sem ber upp í ykkar mánuði. Þetta setur blessun yfir sem tengist heimilum, sameinar fjölskyldur, byggir upp hjónabönd eða að vinna úr veikindum.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Vatnsberinn minn, þú þarft að taka ákvarðanir, vera sýnilegur og láta tengslanetið hjálpa þér og láta þig flæða eins fallega og Þingvallavatn.

Þú hefur svo sterka nærveru, en eins ljúfur og yndislegur og þú ert, er fólk oft hrætt við þig. Þú átt það til að skipta skapi á vitlausum stöðum, en þeir sem þekkja þig er slétt sama því þeir vita þú ert snöggur að fyrirgefa.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Vogin mín, þú ert eins og jólatré og hvort sem það er mikið eða lítið skreytt þá hefurðu þennan einstaka „X-Factor“ að maður tekur eftir þér alveg sama hvað gerist.

Þú hefur þinn sterka stíl og enginn fær því breytt. Að sjálfsögðu verðurðu þreytt, búin á því og langar bara að leggjast til svefns og sofa út árið, en það er sko ekki eðli þitt í raun.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Steingeitin mín, reyndu alls ekki að breyta þér í eitthvað sem aðrir vilja að þú sért því það slekkur á eldinum þínum.

Þú ert búin að vera svo hvetjandi og hefur opnað leiðir sem þú sérð ekki og ert búin að safna vináttu á réttum stöðum þótt það sé jafnvel fyrir langa löngu.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku einstaki Sporðdrekinn minn, það er alveg sama hvað hefur gerst þú skalt 
bara halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þú sameinar töfrana þína og alvöruna og verður dýpri, léttari og liprari í huga þínum.

Líf þitt á næstunni er nátengt við fjölskyldu og aðra ástvini og leyfðu þér líka að láta eftir þér 
áhyggjulausa rómantík. Þú kynnist að sjálfsögðu oft fólki sem þú hefur þekkt áður á öðrum tilvistartímum og kannski einhverja sem hafa valdið þér djúpri sálarkvöl. Svo vertu viss um að þú elskir og gerðu allt fyrir þann sem þú elskar.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Bogmaðurinn minn, þú þarft ekkert að vera stressaður þótt þú eigir ýmsu eftir ólokið. Taktu tíma frá fyrir sjálfan þig þótt heilmikið sé eftir að gera. Þú gerir mjög miklar 
kröfur til þín, en slappaðu samt bara af. 

Ekki sundurgreina lífið eða tilfinningar þínar, ekki horfa á það sem er að gerast eins og 
opinber gagnrýnandi. Því á meðan þú gerir þetta ertu ekki staddur í lífinu. Ég man einu sinni eftir yndislegum Bogmanni sem ég gaf bókina mína, sem skilaði henni aftur og var búinn að merkja við allar þær villur sem hann fann í henni. Það er svo algengt þú getir fest þig í þráhyggjunni, að hugsa svo sterkt um hvað þú vilt fá en sérð í raun og veru ekki að þú ert með það sem þú vilt fá. Gefðu þig hundrað prósent í ástina, leyfðu þér dálítið að drukkna í henni. 

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Nautið mitt, þú ert svo magnandi merki, fljótur að magna upp að allt sé 
að fara til andskotans og að magna upp að þetta sé ekkert mál og þú haldir bara áfram, svo þitt er valið, þetta kallast lífið. Það virðist vera að bjartsýni þín skili sér margfalt til baka, til þess að hafa hamingjuna sem fylginaut þarftu að hafa einn dag í einu að leiðarljósi.

Þú hefur gott sjálfstraust en lætur aðra trufla þig, og alveg sama þótt þú ætlir ekki að láta annað fólk hafa áhrif á þig þá er ára þín svo opin að minnstu setningar eða athugasemdir geta orðið að hvirfilvindi í huga þínum. Það eina sem hægt að gera fyrir þig til þess að öðlast frið er að útiloka þessar hugsanir, með góðu eða illu.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Tvíburinn minn, þú ert eins og ólgandi eldur og rennandi hraun. Þú elskar þegar lífið er spennandi, þar sem þú skrifar inn nýjar upplifanir. Þú tekur áhættu og óttast ekki að lifa einn dag í einu. Það er svo margt sem þú ert að reyna að ná höndum um og það er eins og þú þurfir alltaf sannfæringu um hvað er rétt og hvað er rangt.

Þú ert búinn að vera að bíða lengi, að þér finnst, eftir að lífið smelli saman, en það er allt að gerast. Ef þú ert að hafa áhyggjur af vinnu eða peningum þarftu sjálfur taka ákvörðun og ýta þér af stað. Þú þarft að hringja á staðinn og bóka tónleikana, flugferðina, leggja hugmyndir þínar fyrir aðra og fá lánaða dómgreind hjá þeim sem þú elskar og treystir.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Krabbinn minn, þú hefur haft svo mikið á hornum þér og pirrast 
yfir hinu og þessu og fundið kvíðakallinn í þér.

Þú hefur áhyggjur af því að þú standir þig ekki eins og vel og þú vilt og líka að fólk 
standi ekki eins mikið í kringum þig og þú vilt. Það hellist yfir þig máttleysi yfir hlutum 
sem hefðu ekki skipt þig máli fyrir um það bil ári. Þetta er svolítið út af því þú ert 
beintengdur spennunni í veröldinni og hefur skoðanir á of mörgu.

Lestu stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is. 

mbl.is