Bogmaðurinn: Þú ert að fara að læra eitthvað merkilegt

Elsku Bogmaðurinn minn,

plánetan Júpiter er þín pláneta og ég vil túlka hana sem plánetu allsnægta. Svo þú færð að sjá þú færð miklu meira í líf þitt en þú bjóst við. Útkoma þessi er mest þegar árið 2020 er að enda.

Þú finnur það á þér eða færð tilfinningu fyrir (sem er það sama) að þú sért að fara inn í góða tíma. Þessi tilfinning mun efla þig til dáða og fá þig til að gera þitt besta, og reyndar aðeins meira en það. Ekki eyða tímanum í að hugsa um það sem er búið því það ruglar þig í ríminu til þess að skilja hvað þú getur.

Þú notar betri tækni til að koma þér á framfæri og færð fólk til að aðstoða þig, alveg sama hvað þú ætlar að gera, allir eiga eftir að vilja hjálpa þér.

Það er svolítil sorg yfir tíðninni þinni, en það sem er sorgin þín á eftir að breytast í vellíðan því góðar eða sterkar fréttir sem skipta miklu máli koma til þín óvænt. Þú kafar mikið í þinn innri karakter og finnur ástríðuna blossa upp.

Ég dreg tvö spil úr töfrabunkanum mínum og þú færð hjartaás og undir spilinu stendur: Velmegun byrjar. Næsta spil hefur töluna níu sem er Alheimstala og tengir þig við að vinna við og með fólki og breyta aðstæðum hjá öðrum. Undir spilinu stendur einvera eða solitude og það er mynd af mörgum bókum hjá spilinu.

Þú ert að fara að læra eitthvað merkilegt, það þarf ekki að vera mikið, en það er merkilegt. Setninging til þín er að þú ert aðalleikarinn í þinni ævisögu og þér fara ekki aukahlutverk.

Knús & kossar,

Sigga Kling

mbl.is