Ljónið: Nýtt fólk hefur góð áhrif á þig

Elsku Ljónið mitt, þegar þú heklar ást og kærleika inn í þinn margbreytilega persónuleika muntu losna við erfiðleika og hindranirnar verða litlar sem engar. Allt sem er að mæta þér núna mun leysast með ást og kærleika. Og þegar þú hugsar að ástin sé á hægri öxl og kærleikurinn á vinstri verða þér allir vegir færir. Og þótt þú berjist oft fyrir réttlætinu eða þínu réttlæti skaltu nota þessa engla á öxlum þínum til að hjálpa þér og þá sérðu líka útkomuna sem er öllum í hag.

Fljótfærni í orðum eða skrifum getur orðið þér til vandræða, eins og svo oft áður. Þá er ágætt að telja upp í 20 áður en þú lætur til skarar skríða. Þá sérðu betur að ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja. Þessi setning var skrifuð á stóran vegg hjá flottu fyrirtæki og með litlum stöfum undir stóð Sigga Kling, svo taktu þennan boðskap til þín. Þú átt eftir að sameina fólk með góðsemi hjarta þíns, því með öllu sem þú gerir meinar þú vel, en bara gerðu ekkert í flýti.

Þín pláneta er Sólin sem stendur fyrir sálina og þú munt skynja þegar sálin þín uppljómast og þú finnur sannleikann og réttlætið. En þú þarft að ýta aðeins meira við lífinu og því sem þú vilt að gerist því að í kringum þig eru miklu fleiri möguleikar en þú hefur skynjað eða séð áður.

Þegar þú færð þessa vellíðan sem við getum kallað hamingju, þá verður eftirleikurinn auðveldur og óskirnar ganga upp. Það hefur verið mikil undiralda hjá þér, sem þýðir flutningar, breytingar eða að byggja nýtt upp sem hefur verið óskastaðan þín. Þetta getur líka tengst því að þú sért að hjálpa öðrum að fá húsnæði eða vinnu. Og í öllu þessu sem er að gerast kynnistu nýju fólki sem hefur mikil áhrif á þig. 

Það er stundum mikilvægt að skipta fólki út, svo þú sért ekki alltaf að hlusta á það sama í lífinu dag eftir dag, í því felst ekkert nýtt eða spennandi. Bjóddu frekar fleirum inn í líf þitt og ef þú ert að leita að ástinni þá er hún nær þér en þú heldur.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál