Desemberspá Siggu Kling er engu lík

Sigga Kling kíkti í stjörnunar og sá að desember verður hinn hressasti ef fólk stillir sig inn á það. Tækifærin eru víða og margir eiga eftir að finna hinn eina sanna í desember.  

Elsku Hrúturinn minn,

það er sama hvað á þér dynur, ertu alltaf reiðubúinn eins og skátinn þegar þú sérð að aðrir þurfa á þér að halda. Og líka þegar þú veist að þú getur bara stólað á sjálfan þig.  Þú hefur svo magnaðar tilfinningar, til dæmis ástríðu. En það getur verið of stuttur á þér þráðurinn í sambandi við skap. Ef þér finnst óréttlæti eða ekki allt vera eins og þú vildir raða hlutunum upp, þá getur hvatvísin leitt þig í vesen. Teldu upp að tuttugu og bíttu í tunguna á þér, þótt þú hafir rétt fyrir þér og þú haldir þú vitir betur. Svo ekki vera hreinskilinn nema aðrir biðji um álit þitt, við viljum nefnilega ekki alltaf hreinskilni.

Þú hefur meiri kraft en þú getur ímyndað þér og það sýnir sig alltaf best þegar þú ert undir pressu. Þá hugsarðu á leiftrandi hraða og kemur sjálfum þér á óvart hversu andskoti klár þú ert. Og þú munt sleppa óttanum á því tímabili sem þú ert að ganga inn í. Og þegar hann er ekki að hindra  þig, þá byrjar ballið eins og þú vilt hafa það.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Nautið mitt,

það hefur ýmislegt verið að gerast í kringum þig. Og um það bil helmingur af því hefur ekki látið þér líða nægilega vel. Hættu að skoða það, því annars fylgir því líðan sem veikir þig. Skoðaðu með öllu þínu hjarta hvað hefur verið að gerast og hvað hefur verið að gerast sem hefur gert þig glaðan?

Sjáðu skýrt hvað hefur komið til þín og þú hefur gert frábært á síðustu mánuðum. Um leið og þú setur það staðfest inn í huga þinn, eflirðu þann mátt til þess að færa þér hamingjuna. Annarra manna gjörðir, orð eða álit eru ekki þú, því að þín orka er sérstakur heimur út af fyrir sig. Svo það er sjálfsálitið sem geislar frá þér. Þegar þér finnst lítt eða ekkert til þín koma, þá lýsirðu því frá þér. Þú getur skipt um og breytt hvernig þú útgeislar með því einu að taka ákvörðun, því þú ert frábærasta manneskjan sem þú þekkir. Og þegar þú segir já við þessu ertu búinn að efla þig 100%.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Krabbinn minn,

uppáhaldsplánetan mín er þín pláneta, sem er Tunglið. Og hún er svo beintengd inn í þitt tilfinningalíf. Þar af leiðandi er það langbest fyrir þig að byrja á nýjum og spennandi hlutum þegar nýtt tungl er sem birtist þann 4 desember.

Það sem er að tengjast kvíða þínum þessa dagana er vegna þess að þú ert að hugsa fram í tímann hvað gerist þegar þetta eða hitt gerist. Svo þú skalt bara kyrra hugann elsku Krabbinn minn, því að lífið er að leysast í betri mynd en þú bjóst við.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Ljónið mitt,

það er margt sem þú hefur reynt í gegnum lífið og þurft að fara í gegnum. En núna ertu eins og segull og aðdráttaraflið þitt hefur svo falleg áhrif á þá sem þú ert með  í kringum þig. Þú verður svo óhræddur við að tala og orð þín hafa mikið afl og mikinn mátt. Þú lýsir upp umhverfið og þú verður mikið að spá í hvernig þú lítur út og þú átt eftir að klæða þig fallega inn í hvern dag.  Þú ert morgunmanneskja í eðli þínu og þú þolir ekki ef þú vaknar seint, því þá finnst þér þú vakna illa.

Lífið á eftir að lífga upp á þig og þú munt finna hver tilgangur þinn er. Þú átt eftir að sjá svo skýrt og greinilega fegurðina sem þú ert að leita að. Ef þú ert í sambandi, þá er góður tími núna til þess að bæta það. Einnig allt það samband við það fólk sem þú vilt hafa með þér. Þú færð einstök tækifæri til þess að tala og útskýra eitthvað sem þér finnst merkilegt. Það munu allir sjá hversu einlægur þú ert. Næstu 60 dagar eru eins og sólarupprás, þú finnur kannski ekki þessa tilfinningu fyrr en í kringum þann 15 desember, en þá sérðu hversu sönn og hrein hún er. Þarna er eins og þú fáir hugljómun og þú sérð að þú sért þú hefur svo sterkan vilja og í þessum sterka vilja felst ró sem er svo mikilvæg fyrir þig.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Meyjan mín,

þú gætir hafa haft það á tilfinningunni að allur heimurinn sé á bakinu á þér. Og að þú þurfir að bjarga hinum og þessum og láta öllum líða vel. En láttu það ekki á þig fá þó þú finnir einhver svona þyngsli, því ef einhver getur borið heiminn á baki sér, þá ert það þú.

Orkan sem er að koma til þín þrífst í því að hafa allt sem einfaldast. Einn dag í einu, eina mínútu í einu. Og slepptu því alveg eða eins mikil og þú treystir þér til að vera á Internetinu. Ekki heldur vera að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Þegar þetta er komið á hreint, þá verðurðu frjáls eins og engill með kærleikann að vopni.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Vogin mín,

þín orka er beintengd við ástarplánetuna Venus. Og yfir þennan tíma sem þú ert að lifa núna, er það bara ást sem getur sigrað hatur eða neikvæða orku sem að skyggir á þig eða lemur á taugar þínar. Leyfðu þér að fljóta áfram í rólegheitum, því að dagurinn í dag er gjöf og morgundagurinn leysist.

Þú ert svo ofurstór persóna og þú ert að finna að það sem þig vantar er svo stutt frá þér. Leyfðu þér ekki að vera svona áhrifagjörn að áhrifin frá umhverfinu og öðru fólki sé á þínu umráðasvæði. Þú ert Universe út af fyrir sig, svo þú skapar með hugsunum og orðum hvað skapast í kringum þig. Hugsanir gefa frá sér mikla orku, svo settu þessvegna jákvæðni í þínar hugsanir. Því þú gefur frá þér bylgjur og það er hægt að mæla þær bylgjur sem koma frá heilanum.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

það hefur verið svo margt að gerast og þú hefur ofhugsað allt of margt. Þú ert stórbrotinn karakter og vilt öllum vel. En þú skalt aðeins minnka þessa þrjósku við það að standa of oft sterkt á þínum skoðunum. Því þú skalt skoða að lífið er viss hernaður og það er mikilvægt fyrir þig að vita hvar eru hættusvæði og hvar þú átt ekki að stíga niður. Og að finna út við hvern þú átt að tala og hverjum að treysta. Því þá er útkoman betri en þú nokkurntímann bjóst við.

Þú ert svo tilbúinn að gefa þig allann í starfið sem þú hefur.En það þarf að vera innihaldsríkt og þú þarft að elska það. Það er fólk í kringum þig sem hvetur þig áfram, en þú þarft að skoða hlutina eins vel og þú getur sjálfur.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú hefur haft allt of miklar áhyggjur af smáatriðum. Þótt þú hafir magnað þau atriði upp í huganum á þér og gert þau að stórum. Þú átt eftir að sýna í þessum mánuði hversu sérstaklega góður leiðtogi þú ert. Þú átt eftir að toga þig upp og leiða áfram lífið á réttri braut. Það eru margir möguleikar í stöðunni og allt verður meira mögulegt fyrir það sem þig langar að gera, strax í byrjun mánaðar.

Þú kippir öllu í liðinn með því að hringja og að hafa samband við fólk sem breytir hlutunum. Og þó þú byrjir á því bara með því að hugsa það, þá verður hugsunin að tilfinningu sem endar í framkvæmd. Og í öllu þessu þarftu að muna ef þú gerir ekki hlutinn eða lætur hann ekki gerast, er eins og þú hafir ýtt á pásu í lífsorkunni þinni.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Steingeitin mín,

þó að útkoman í lífinu verði öðruvísi en þú hafðir vonað skaltu bara vita að það er allt er eins og það á að vera. Þú vilt stjórna á hvaða hraða lífið gerist og finnst það vera veikleiki að geta ekki drifið þig og þitt lið áfram. En það sem þú þráir að gerist verður þegar tíminn er réttur. Þú þarft ekki að afsaka neitt, því þú færð þann árangur sem gefur lífinu þínu gildi og þú finnur að þú ert komin á réttan stað og þessi tilfinning um að þú sért að mörgu leyti komin á réttan stað gerist í kringum 19 desember. Því þá er fullt tungl í Tvíburamerkinu sem fær þig til að slappa meira af og sleppa stjórn. Og um leið og þú gerir það byrjar að rigna yfir þig kærleikur og ást.

Að eignast eða að vera í fjölskyldu er meginmarkmið þitt. Þar er hamingja þín fólgin, því að hlutir eru ekki það sem skiptir máli og þessvegna eru þeir kallaðir hlutir.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Vatnsberinn minn,

ef þú skoðar vel þá sérðu þú ert ótrúlega heppin persóna. En þótt það sé rauði þráðurinn í lífi þínu, þá skaltu vanda þig ef lífið virðist vera allt of hratt. Hafðu því alltaf svolítið varann á og hægðu á þér með regulegu millibili. Þú ferð inn í tímabil þar sem þú nýtur alls hins besta sem lífið hefur upp á að bjóða, en ekki eyða of miklum fjármunum í eitthvað rugl.

Þú hefur mikinn áhuga á að finna leiðir til þess að hjálpa öðrum. En þú þarft að gera það af þínum lífs og sálarkröftum. Margir Vatnsberar eru í stjórnmálum, sem er dálítið flókið fyrirbrigði. En annars skaltu skoða að það býr í þér töframaður. Og það sem þú virkilega þráir dregst að þér eins og segull að járni.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Fiskurinn minn,

þú átt að dansa við þitt eigið hljómfall og harðneita afskiptum annarra. Líka muntu frábiðja þér að hjakka í sama farinu. Og svo dásamlega vill til að líf þitt er ekki eins fastmótað og hjá öðrum, svo vertu ánægður. Þú munt gera hlutina á þinn hátt, en hefur líka sterka þörf fyrir að sanna þig, sem gerist í flestum tilfellum.

Þér mun heppnast flestallt sem þú tekur þér fyrir hendur, en ekki keyra þig út og vinna yfir þig. Því það er svo mikilvægt þú getir farið inn í hellinn þinn og vera með sjálfum þér til að efla andann þinn, því þar næristu. Þú dæmir þig líka of sterkt fyrir útlitið alveg sama hversu flottur þú ert finnurðu alltaf eitthvað sem fer svo í taugarnar á þér. En þegar þú gerir þetta þá sendirðu til þín neikvæða strauma sem hjálpa þér svo sannarlega ekki til.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku Tvíburinn minn,

þú átt eftir að anda að þér sólinni, snjónum og jólaljósunum.  Þú finnur bjöllurnar í sálu þinni hringja inn hamingju og þú sérð þessa hamingju á óvenjulegustu stöðum. Og þó þú hafir gengið í gegnum þreytuköst og að vilja sofa aðeins lengur, skaltu ekki streitast á móti því sem líkaminn sendir þér og leyfðu þér það bara. Líkaminn veit nefnilega hvað þú þarft, svo faðmaðu sjálfan þig og klappaðu þér á bakið.

Í lífinu getur þú skilið við allt, vinnuna, kærastann, landið þitt og vinina, en alla ævi munt þú vakna og sofna hjá sjálfum þér. Þú ert að sjá og finna að þú ert besta manneskjan sem þú hefur kynnst. Það er umbreyting á svo mörgu hjá þér af því þú ert opinn fyrir því að fólk komi til þín. Og ert  opinn fyrir því að það hjálpi þér upp, ef þú einhversstaðar hafur dottið í drullupott. En það skiptir samt engu máli þó þú dettir, því það eina sem skiptir máli er að standa upp aftur og halda áfram. Orðin að gefast upp eiga ekki að vera í þínum orðaforða. Og þegar afstaða þín verður svona sterk ertu ósigrandi og óhræddur við allt og alla.

Til að lesa meira skaltu fara neðst á forsíðu mbl.is. 

mbl.is