Bogmaðurinn: Fjárhagslega reddast allt

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú hefur haft allt of miklar áhyggjur af smáatriðum. Þótt þú hafir magnað þau atriði upp í huganum á þér og gert þau að stórum. Þú átt eftir að sýna í þessum mánuði hversu sérstaklega góður leiðtogi þú ert. Þú átt eftir að toga þig upp og leiða áfram lífið á réttri braut. Það eru margir möguleikar í stöðunni og allt verður meira mögulegt fyrir það sem þig langar að gera, strax í byrjun mánaðar.

Þú kippir öllu í liðinn með því að hringja og að hafa samband við fólk sem breytir hlutunum. Þó þú byrjir á því bara með því að hugsa það, þá verður hugsunin að tilfinningu sem endar í framkvæmd. Í öllu þessu þarftu að muna ef þú gerir ekki hlutinn eða lætur hann ekki gerast, er eins og þú hafir ýtt á pásu í lífsorkunni þinni.

Vanafestu vinna sem gefur þér litla tilbreytingu og lætur þig finna eins og það sé aldrei neitt sem krefur þig um hugmyndir, eða eflir þig, segir þér að þú þarft að skoða hverjir möguleikarnir eru á því að þú sért sjálfstæður í því sem þú gerir.

Farðu ekki eftir því þegar aðrir segja hvernig líf þitt á að vera, því þú átt þetta líf algjörlega sjálfur. Það verður mikið brambolt í heiminum og ekki vera að spekúlera of mikið í það, því það dimmir sálina þína og þá dofnar þú.

Fjárhagslega reddast allt, en á síðustu mínútunni. Að vera hræddur um veraldlega hluti ýtir því bara lengra fram í tímann að allt fari vel. Þú átt að tala við persónur þó þú hræðist þær eða hvað þú ættir að segja. Það á eftir að koma þér mjög á óvart að sjá hvernig þetta fólk er allt miklu betra en þú hélst. Ekki vera að hugsa um eitthvað sem eitraði eða gerði þér erfitt áður og jafnvel fyrir stuttu, hentu því bara út og stormaðu áfram.

Ef þú ert einhleypur skaltu vera einlægur ef þú ert að kalla á ástina. Það eru miklir möguleikar á að þú sért að finna eða nýbúinn að finna ást sem hentar þér og spilar söng alvöru tilfinninga. Ástin er dálítið þannig, þig langar að gera allt fyrir þá manneskju sem þú vilt að búi í hjarta þínu. Þú hugsar meira um að ástinni þinni líði vel og þínar þarfir skipta minna máli. Þetta verður yndislegur tími og þú vinnur afrek á mörgum sviðum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Loka