Steingeitin: Gerðu hlutina aðeins öðruvísi á hverjum degi

Elsku Steingeitin mín, þú getur þakkað fyrir margt sem hefur gerst á síðasta ári sem í raun gerði þig sterkari og vitrari. Þegar þú getur þakkað í hjarta þínu fyrir erfiðleikana og svartnættið því það gerði þig að þeirri persónu sem þú ert, þá þurrkast út hugarástandið sem þú varst í. Ef þú lendir í einhverju ógurlega erfiðu þá er eins og það sé kastað í þig steinum og þegar þú endurhugsar atburðinn aftur og aftur og talar um hann sí og æ, þá er eins og þú kastir í þig sama steini.

Hin andlega tala sjö tengist upphafi ársins hjá þér. Hún heilar erfiðleika og kvíða, en skapar þér ekki þær breytingar sem þú ert að bíða eftir, því það er ekki rétti tíminn fyrir þær. Nýtt tungl er 2. janúar og að sjálfsögðu er það þitt einstaka tungl. Þá þarftu að hugsa inn á við og næra sálina þína. Eftir það tímabil ef þú ferð að ráðum Alheimsorkunnar verða þér allir vegir færir. Þær breytingar sem þú vilt sjá, byrja að verða að veruleika í kringum febrúar eða mars.

Það er yndislegt upphaf á svo fallegum hlutum í apríl, maí og júní. Það er eins og þú hafir opnað kærleikshurðina sem er beint fyrir framan þig. Þú lætur ekki stjórna þér af vitlausum hugmyndum annarra sem velta í kringum þig. Heldur hugsarðu þetta er mitt líf og svona vil ég lifa því.

Það versta sem gæti fyrir þig komið er að þú á þessu ári er ef þú settir þig í kassa sem þú þyrðir ekki út úr. Þú munt öðlast einskonar vitrun, það mun birtast þér HUGMYND sem þú sérð svo skýrt fyrir þér hvernig þú sleppir tökunum á því sem hentar þér ekki. Þetta mun birtast þér og verða fagurt ár sem eflir þína kosti margfalt. Annarra manna álit skiptir þig engu, því þú ert besti álitsgjafinn og þinnar eigin gæfu smiður og sem fallegt jarðarmerki nærðu dýpri tengingu við Jörðina og um leið við þitt samferðarfólk. Svo í hvert skipti sem þú vaknar er eins og það byrji nýtt líf, svo gerðu hlutina aðeins öðruvísi á hverjum degi, eitthvað lítið sem mun svo skipta miklu máli.

Seinniparturinn á þessu ári gefur þér fjárhagslega sterka afkomu og þér mun græðast auðveldlega fé en þú gætir líka sóað því jafnóðum. Þú verður í svo beinum tengslum við Almættið að ef þú ert í vandræðum þá biðurðu einfaldlega um svar sem þú færð skömmu síðar.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda