Fiskarnir: Þú ert á réttri leið.

Elsku Fiskurinn minn,

það hefur verið mikill rússíbani í kringum þig hjartað mitt og jafnmikið fjör og hræðsla eins og um alvöru rússíbana væri að ræða. Tími gleði og hamingju er þó miklu meiri heldur en tími erfiðleika og vonleysis. Það er reyndar hægt að segja að lífið sé rússíbani, sérstaklega þegar maður tekur þátt í því sem er að gerast.

Mikið hugrekki er tengt þér og stundum, að sjálfsögðu, sérðu eftir því að hafa verið hugrakkur. En þegar þú hefur gengið aðeins lengra inn í tímann sem þér er gefinn, þá skilurðu alveg inn að hjartarótum að allt sem gerðist var hárrétt.

Það er mjög mikilvægt fyrir þig að hafa dýr í kringum þig, gleðja þig með blómum og ilmum sem eru 100% náttúrulegir. Þetta á líka við um skartgripi og svo margt annað sem þú gætir verið með ofnæmi fyrir. Þegar þú ákveður hvað fer þér best, þá byggirðu upp sterkt og aflmikið fyrirtæki sem ert þú sjálfur. Þessi tími sem er núna mun gefa þér góðar minningar og sýna þér þá sem virkilega eru þess virði að elska og hafa hjá sér. Þó að það komi að erfiðri ákvörðun, þá verður hún sú besta.

Þú átt eftir að búa úti á landi eða einhversstaðar sem útsýnið er ótrúlegt og þú verður umkringdur náttúrlegri fegurð. Þótt að þetta sé kannski ekki í kortunum þínum núna, þá er þetta í hringiðunni í kringum þig.

Vatn hefur svo ótrúlega róandi áhrif á þig, sama í hvaða formi sem það er. Þó að þú verðir ekki bóndi, þá verður þú alltaf tengdur náttúrunni á einn eða annan hátt. Þú átt eftir að leita þér þekkingar og jafnvel setjast á skólabekk. Ef þú ert ekki þar nú þegar og ef svo vildi til að þú sért að spá í að kalla til þín ástina, þá þarftu bara að nota hugrekkið. Í því sambandi er að hika það sama og að tapa. Haltu bara áfram og stattu beinn í baki, þú ert á réttri leið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál