Fiskarnir: Líf þitt er hlaðborð með góðgæti og súrmat

Elsku Fiskurinn minn,

það má stundum líkja þér við kokteilhristara, eða þá sérstaklega við innihaldið sem er í honum. Þú ferð oft í of mikinn hristing og allar tilfinningatíðnir berast til þín á hverjum degi. Það hefur verið töluverður drami í heimsókn hjá þér og þó þú skiljir það ekki sjálfur, finnst þér stundum gaman að dramatík, en alltaf á endanum er sú orka bara (drama) tík.

Allavega verður lífið þitt í allskonar litum og á næstunni er eins og þú sért staddur í stórri veislu þar sem er langt hlaðborð fyllt af allskyns góðgæti, en líka af súrmat. Miðað við hvað orka alheimsins er að senda í hjarta þitt, þá skaltu skoða þig vel og vandlega um og taka bara á þinn disk það besta sem á borðinu er. Hvort sem þú átt mikið eða lítið af peningum, þá virðistu eyða þeim alveg sama hvað. En í því samhengi færðu hvort eð er bara meira af þeim. Það er ekki hægt að segja að þú sért með einhverja rökhugsun.

Ef stressið ætlar að klípa þig skaltu muna að anda og vera ekki hvatvís eins og þér er eðlislægt. Því ef þú bíður þá virðist það vera komið í gott lag það sem þú ætlaðir að ráðast á. Það koma nú ekki allir auga á það hversu stjórnsamur þú ert og það er sannarlega hægt að segja að þú sitjir við stýrið í þessari ferð sem þú ert að fara í. Útkoman verður öðruvísi en þú bjóst við og þú færð miklu meira en þér dettur í hug.

Þetta tímabil gefur þér líka að þú breytir um stíl, endurbætir karakterinn þinn og finnur þér flottar fyrirmyndir. Því að til þess að ná þeim árangri sem þú vilt skaltu skoða þá vel sem hafa nú þegar náð langt í lífinu, svo skoðaðu hvernig þeir fóru að og gerðu það að þínu. Fljótlega í byrjun júnímánaðar sérðu hvað þú getur og þá færðu það sem þú vilt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál