Hrúturinn: Vinir þínir dýrka þig

Elsku Hrúturinn minn,

það er afskaplega mikilvægt að þú skoðir sanngirni á þessum dásamlega tíma sem þú ert að fara inn. Ef þú iðkar hana ekki þá lendirðu í holskeflu af veseni. Leitaðu þér ráða, jafnvel hjá fleirum en einum. Þá breytist lífsformið þitt.

Allur sannleikur sem þú þarft að þekkja eða vita um flýtur á yfirborðinu. Ekki dæma þó að aðrir hafi að einhverju leyti verið svikulir. Skoðaðu frekar að setja þig í þeirra spor ef þú getur, að ganga meðalveginn er langbest í stöðunni. Farðu heldur ekki of geist í lífsins lystisemdum eins og að nota hugbreytandi efni, sem er alltaf skammgóður vermir og ávísun á verri líðan.

Síðustu tíu daga mánaðarins sérðu að hlutirnir gangi upp og þú hefur fundið síðasta orðið í krossgátunni. Alveg eins og þú ert krefjandi, þá ertu viðkæmur. Þú reynir með öllum ráðum að fela það. Ég á að benda þér á það að þú átt sæg af vinum sem hreinlega dýrka þig og þetta er sumar vináttunnar og ástarinnar. Í dugnaði þínum finnurðu peningalegt frelsi og átt eftir að fara á staði sem þú hefur ekki komið á áður. Þú átt eftir að kynnast nýju fólki sem hefur mikil áhrif á framtíð þína, þótt þú sjáir það ekki strax.

Ég dreg fyrir þig tvö spil og það fyrra ber töluna fjóra sem er tala Hrútsins. Hún segir að þrjóskan geti bæði komið þér langt, en líka stöðvað þig í því að það séu fleiri leiðir færar. Hitt spilið segir að þú þurfir að treysta fólki betur ef eitthvað er að angra. Þú átt það til harðlæstur eins og lokuð bók.

Nýttu þinn skapandi og skemmtilega kraft, skoðaðu þitt ríka innsæi og segðu það með ljúfum tóni sem þú berst fyrir. Þú átt eftir að hjálpa svo mörgum sem nálægt þér eru, því þú hefur þetta hlýja hjartalag sem þarf.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál