Hrúturinn: „Ég er svo frábær, takk fyrir að vera ég“

Elsku Hrúturinn minn,

þér hefur fundist að allavegnaa fólk sé eitthvað að pota í þig. Að það sé að fá þig til að breyta um skoðun, fá þig í samstarf, slíta samstarfi og allskyns hugsanir flæða um kollinn á þér. Vertu bara eins kurteis og þú getur við alla og taktu þér þinn tíma til að taka ákvarðanir. Því að þetta er þitt líf og þú einn berð ábyrgð á því.

Alveg sama hversu mikið af peningum þú ættir, þá hefurðu alltaf áhyggjur af því hvort að allt muni reddast eða ekki. Þar sem eðli þitt er þannig uppbyggt og þú ert svo svakalega klár á miklu fleiri sviðum en þú heldur, þá er það eina sem þú þarft að spá í eða að fríska upp orkuna þína. Því að ein orka fæðir af sér aðra orku. Svo þú getur tekið miklu fleiri verkefni að þér en þú getur ímyndað þér, því þegar þú ert í flæði, þá ertu æði.

Það eru margir sem eru í þessu merki búnir að hafa það af að stíga út fyrir þægindarammann sinn að undanförnu og það er í huga og hjarta mikil von um að allt fari á besta veg. Þegar þú ferð að nálgast haustið sérðu skýrt og greinilega hvað þú þarft að gera. Svo ekkert vera að eyða lífinu þínu í að stressa þig núna, heldur skaltu sleppa öllu slíku. Því að sá kraftur dregur þig bara niður í dökka pytti og þá dansar þú ekki við hamingjuna. Þetta allt er þitt val, því að Alheimurinn er að gefa þér nýja sýn á lífið.

Vertu ekki að pirra þig á því þó þú fáir ekki þakklæti fyrir það sem þú gefur af þér. Klappaðu þér bara sjálfum á öxlina og segðu: „Ég er svo frábær, takk fyrir að vera ég“.

Vertu rólegur gagnvart fjölskyldunni og ástinni, því alveg eins og allt annað mun þetta smella með gæfu og gengi fyrir þig á réttum tíma.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál