Þjófarnir máluðu mynd í innbrotinu

Gotti Bernhöft fyrir framan verk sem endaði á plötuumslagi Sigur …
Gotti Bernhöft fyrir framan verk sem endaði á plötuumslagi Sigur Rósar.

Brotist var inn á vinnustofu Gotta Bernhöft listamanns í síðustu viku. Í fyrstu virtist ekki miklu hafa verið stolið. Öll verkin sem voru á vinnustofunni voru á staðnum, bæði fullkláruð og ókláruð. Gotti segir að það hafi verið furðuleg tilfinning að uppgötva þetta innbrot.

„Það var gramsað í öllu, hlutir færðir úr stað, verkum stillt upp hingað og þangað og þilplötur notaðar í að raða upp millivegg. Búið var að tæma töskur og bakpoka og fylla af alls konar smádrasli eins og kveikjurum, lyklakippum og snyrtivörum sem komið höfðu annars staðar frá.

Þegar löggan hóf að rannsaka svæðið kom í ljós að einhverju hafði verið stolið frá mér eins og spreybrúsum. Dýrum olíulitum og penslum og allt ódýra stöffið var skilið eftir,“ segir Gotti. 

Hann segir að það sem stolið var á vinnustofunni sé smotterí sem hann saknar ekki. 

„Auðvitað er smá diss að það sem mér þótti verðmætast, verkin mín, voru ekki tekin en auðvitað er ég mest þakklátur fyrir það,“ segir hann. 

Þegar rannsókn lögreglunnar var komin lengra kom í ljós að brotist hafði verið inn í fullt af öðrum plássum á svæðinu. Út um allt fannst þýfi úr öðrum innbrotum. 

„Þegar innbrotsþjófarnir voru síðan handteknir seinna um nóttina kom í ljós að gerendurnir voru par sem hafði í margar vikur verið að brjótast inn á heimili og fyrirtæki á svæðinu. Mikið af þýfi fannst falið hingað og þangað í kringum vinnustofuna mína og þar á meðal flest það sem ég saknaði. 

En það magnaðasta og skemmtilegasta í þessu öllu saman er að parið, sem virðist hafa haft vit á hvaða litir voru dýrir og hverjir ekki, tók sig til og málaði mynd á staðnum og skildi eftir.

Þau hafa síðan hent sínu eigin verki á gólið og traðkað á því því eins og sést glögglega á myndunum sést skófar greinilega sem varð þess valdandi að verkið var talið geta nýst sem sönnunargagn í málinu. Það er mitt mat að þetta sé frekar flott mynd og með þessari sögu og skófarinu bara frekar eigulegt verk,“ segir Gotti og bætir við: 

„Mér skilst að parið sé í óreglu og svo virðist sem þau hafi haft húsaskjól í yfirgefnum byggingum á svæðinu. Þess vegna hef ég í samvinnu við galleríið Listamenn ákveðið að bjóða verkið upp og selja það hæstbjóðanda. Allur ágóði mun renna til styrktar Samhjálpar,“ segir hann. 

Verkið Fótspor verður boðið hæstbjóðanda.
Verkið Fótspor verður boðið hæstbjóðanda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál