Svali kominn með vinnu á Tenerife

Svali og fjölskylda eru að flytja til Tenerife.
Svali og fjölskylda eru að flytja til Tenerife.

„Ég er himinlifandi, fékk staðfest í dag að ég er kominn með vinnu á Tenerife. Mun semsagt fara að gera allt það sem mér finnst skemmtilegt og fá greitt fyrir það. Já, hreyfiferðir í boði fyrir viðskiptavini Vita,“ segir Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Ég sem sagt fer strax af stað þegar út er komið í að finna hentugar hjóla- og hlaupaleiðir ásamt því að finna aðra skemmtun sem hentar flestum á Tenerife og munu Vita-farþegar geta gengið að því vísu í vetur. Það örlará spenningi á heimilinu þessi misserin, því nú eru bara (þegar þetta er skrifað) 12 dagar í að við förum. Maður er búinn að pranga töskum inn á alla sem við þekkjum og eru á leiðinni til Tenerife um jólin. Sængurnar, íþróttafötin, sundskýlurnar og þetta helsta sem sagt komið í töskur. 

Svo er reyndar annað verkefni sem kemur í ljós á næstu dögum sem gæti tekið við á nýju ári í viðbót við Vita-verkefnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál