Hvað þarftu að taka með til Rússlands?

Þú þarft að taka með þér þægileg föt.
Þú þarft að taka með þér þægileg föt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú leggja margir land undir fót og ferðast til Rússlands til að styðja strákana okkar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Ferðin verður eflaust ógleymanleg í hugum margra og því mikilvægt að pakka rétt í töskuna. Smartland tók saman nokkra hluti sem mega ekki gleymast heima þegar lagt er af stað til Rússlands.

Hleðslukubbur

Númer eitt er að sjálfsögðu hleðslukubbur fyrir símann. Það er fátt leiðinlegra en að leita að innstungum á ferðalagi eða að vera með straumlausan síma. Hvernig áttu annars að geta uppfært samfélagsmiðla og látið alla vita að þú ert á leiðinni til Rússlands ef það er slökkt á símanum þínum? Það er líka mikilvægt að eiga minningar af þessum einstaka viðburði. 

Ferðakoddi

Ferðalagið til Rússlands er langt og því er sniðugt að taka með sér kodda. Það getur líka sparað pening í flugvélinni, þar sem sum flugfélög rukka aukalega fyrir kodda og teppi.

Vatnsflaska

Það er mikilvægt að drekka nóg vatn á ferðalögum. Veðrið í Rússlandi er líka töluvert betra en hér heima svo það er gott að hafa vatn við hendina yfir daginn. Þegar vatnið klárast er svo hægt að blanda einhverju skemmtilegra í flöskuna, ef svo ber undir.

Það er nauðsynlegt að klæðast fánalitunum.
Það er nauðsynlegt að klæðast fánalitunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjóðarstoltið

Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af strákunum okkar að vera fara spila á HM. Stoltið má hinsvegar ekki gleymast heima og þurfum við að styðja strákana okkar allt til enda í Rússlandi.

Sólarvörn

Veðurspáin fyrir helgina í Mosvku er góð og er spáð 20 stiga hita á laugardaginn. Það er því sniðugt að bera nóg af sólarvörn á sig yfir daginn til.

HM treygjan frá 66 Norður er mjög svöl.
HM treygjan frá 66 Norður er mjög svöl.

Landsliðstreyjuna

Það er mikilvægt fyrir stemninguna að vera í fánalitunum í stúkunni á landsliðsleikjum. Smartland mælir með að allir taki að minnsta kosti eina treyju með sér til Rússlands, og jafn vel nokkra boli í fánalitunum til að vera í á dögunum í kringum leikina.

Andlitsmálningu

Það getur sparað tíma og pening að taka með sér sína eigin andlitsmálningu í fánalitunum til Rússlands. 

Balmain sléttujárn

Ef þú ert vön/vanur að nota sléttujárn getur hiti og raki haft áhrif á hárið. Ef þú vilt hafa hárið upp á 10 á öllum leikjum þá er þráðlausa sléttujárnið frá Balmain góður ferðafélagi. Þú hleður sléttujárnið heima á hóteli og teku það svo með þér. Svo skemmir ekki stemninguna að það kemur í þessari fínu leðurtösku sem þú getur notað sem veski. 

Sléttujárnið frá Balmain fæst til dæmis á Beautybarnum í Kringlunni.
Sléttujárnið frá Balmain fæst til dæmis á Beautybarnum í Kringlunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál