Það getur enginn sett sig í þessi spor

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, ætlar að hlaupa 10 km ...
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, ætlar að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún segir að þetta sé risastórt skref fyrir sig því hún er eiginlega ekki byrjuð að æfa sig. Brynja ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta en félagið stendur henni nærri. Hún missti báða foreldra sína fyrir tvítugt og segir að þá hefði verið gott að geta leitað til Ljónshjarta en það var bara ekki búið að stofna það þá. Pabbi Brynju fyrirfór sér þegar hún var 14 ára og fjórum árum síðar, þegar hún var 18 ára, lést móðir hennar úr heilakrabbameini. 

„Ég get eiginlega ekki rætt þetta án þess að tárast smá. En Ljónshjarta er sem sagt fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn sem hafa misst foreldri. Ég hefði óskað þess að það hefði verið til þegar ég var krakki, en guð hvað ég er fegin og glöð yfir því að það sé til í dag. Ég missti foreldra mína nàttúrulega ung og það er bara meira en að segja það að ganga gegnum slíka lífsreynslu. Ég get ekki hugsað mér að barnið mitt þurfi að upplifa það, en ef það gerist þá er gott að vita af svona samtökum. Þar sem reynsla annarra vegur þyngra en einhvern veginn allt annað. Á svona tíma hafa orðin „ég samhryggist“ og „ég skil þig“ litla þýðingu. Auðvitað er notalegt að fólk hugsi hlýlega til manns en það er ekki það sama og að hitta fólk í sömu stöðu sem bókstaflega skilur mann. Ég hleyp sem fullorðið ljónshjarta fyrir öll núverandi og komandi ljónshjörtu,“ segir Brynja. 

Brynja var ættleidd frá Srí Lanka en hún fann blóðmóður sína árið 2016 með hjálp Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur sjónvarpskonu sem gerði þættina Leitin að upprunanum sem sýndir voru á Stöð 2. Þótt Brynja sé ekki orðin fertug hefur hún upplifað meira en margir og nú vill hún sýna lit og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu þótt hún sé ekki mikil hlaupakona. Hennar helsta markmið með hlaupinu er að safna sem mestum peningum fyrir Ljónshjarta. 

Við tökum upp léttara hjal og Brynja játar að hún sé varla farin að æfa sig en það standi nú allt til bóta. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í Reykjavík 18. ágúst og því eru um þrjár vikur til stefnu.  

„Ég ætla að reyna að ná allt að 10 hlaupum, eða að hlaupa sem oftast fyrir hlaupið sem er skuggalega stutt í. Ég nota hlaupaappið Nike Run Club til að trakka tíma og reyni að bæta mig í hvert skipti,“ segir Brynja. 

Hún er ekki enn þá komin á þann stað að elska útihlaup. 

„Á meðan ég hleyp tel ég sekúndurnar í að hlaupið klárist, en hvað gerir maður ekki fyrir gott málefni,“ segir hún og hlær.  

Í hvernig fötum finnst þér best að hlaupa? 

„Nike er eina vitið. Léttur og þægilegur fatnaður og ég elska buxurnar, þær ná hátt upp svo maður þarf ekki alltaf að vera að hysja upp um sig. Ég hleyp í Nike bol og element peysu ef það skyldi blása úti. Svo er ég með Bose-heyrnartól og einhvern „sudda“ playlista.“

Í hvernig skóm hleypur þú?

„Ég var að fá mér Epic React-hlaupaskóna frá Nike sem eiga víst að fleyta manni langt.“

Hver er uppáhaldshlaupaleiðin þín? 

„Ég elska að hlaupa meðfram sjónum. Ég hjóla nú oftast þar en hlaupin verða aðeins skemmtilegri þegar það er falleg náttúra og skemmtileg hús að skoða í leiðinni. Ég er nú samt enginn gluggagægir,“ segir hún og hlær. 

Hvað gera útihlaup fyrir þig?

„Ég viðurkenni fúslega að mér finnst mun skemmtilegra að hlaupa úti en inni. En hlaup yfir höfuð kenna mér að ég get allt sem ég ætla mér. Ég hef aldrei nennt að hlaupa því mér finnst það ekki skemmtilegt. En stundum er gott og holt að gera það sem manni finnst ekkert endilega skemmtilegt en það er þá bara stærri sigur fyrir vikið. Ég verð alveg ein stolt kona ef ég næ þessu.“

Hvað borðar þú til að líða vel á hlaupum?

„Banani og hnetusmjör er það besta sem èg fæ! Tryllt combo.“

Hvað hafa hlaup fram yfir hefðbundna líkamsrækt í líkamsræktarstöð?

„Já sko, þarna er ég ekki rétta manneskjan til að spyrja en auðvitað er alltaf geggjað að geta stundað hreyfingu úti. En því miður er veðrið hér bara 99% glatað og þá hangir maður meira inni. En um leið og það sést í sól reyni ég að gera eitthvað úti frekar en inni. Það er bara eitthvað extra gott og skemmtilegt við það. Ferska loftið og þetta staðlaða svar.“

mbl.is

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

22:00 „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

17:00 Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

14:00 Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

09:30 Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

05:00 Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

í gær Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

í gær Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

í gær Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

í gær Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

í gær ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

18.7. Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

18.7. María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »