Sigmundur og einhleypa fólkið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

2018 var gott og líflegt fréttaár á Smartlandi enda er vefurinn stærsti undirvefur mbl.is. Í ár bar margt á góma eins og til dæmis eftirsóknarverðustu einhleypu konur Íslands. Það vildu bókstaflega allir vita hvaða konur þetta væru, hvað þær væru að gera og hvert þær væru að fara. Hér eru 10 mest lesnu fréttir ársins á Smartlandi. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir var á toppi listans en þar voru líka Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem geystist fram á ritvöllinn með bók sína, 261 dagur, Þórey Vilhjálmsdóttir og Sigga Heimis svo einhverjar séu nefndar. 

Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svo var það fréttin af Eiði Smára Guðjohnsen og Ragnhildi Sveinsdóttur sem ákváðu að selja sumarhús sitt. 

Svo var það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem tók upp á því að skafa af sér kílóin. En hvernig fór hann að því? 

Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður flutti á árinu en hann var gestur í þættinum Heimilislíf á dögunum. Þátturinn fékk algert metáhorf en um 15% þjóðarinnar sáu þáttinn. Það er ekkert skrýtið. Friðrik Ómar er einlægur og skemmtilegur og svo kann hann að gera fallegt í kringum sig. 

Egill Ólafsson.
Egill Ólafsson.

Svo var það Egill Ólafsson sem flutti líkt og Friðrik Ómar. Eftir að hafa búið í bárujárnshúsi við Grettisgötu í 37 ár ákváðu Egill og eiginkona hans, Tinna Gunnlaugsdóttir, að flytja. 

Svo var það Jón Gnarr sem var nánast óþekkjanlegur. Með skeggi og gleraugum er hægt að gjörbreyta fólki. 

Erna Gísladóttir eigandi BL ehf.
Erna Gísladóttir eigandi BL ehf. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svo var það BL ehf. sem keypti sumarhús Eiðs Smára og Ragnhildar. Erna Gísladóttir keypti fyrirtækið aftur og nú hefur fyrirtækið fest kaup á sumarhúsi. 

Hér eru tvær myndir af Elizu Reid. Myndin vinstra megin …
Hér eru tvær myndir af Elizu Reid. Myndin vinstra megin var tekin 2016 og hin nýlega. Ljósmynd/Samsett

Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, hefur tekið miklum breytingum eftir að hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson, fluttu að Bessastöðum. Frú Reid hefur aldrei verið glæsilegri en akkúrat núna. 

Svo var það Wow air sem tók nýja búninga í notkun. Nýju búningarnir þóttu mun klæðilegri en eldri búningar. 

Svo voru það heitustu einhleypu mennirnir en lesendur Smartlands völdu listann í gegnum Instagram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál