8 leyndarmál um brúðkaup Díönu og Karls

Díana og Karl gengu í hjónaband 29. júlí 1981.
Díana og Karl gengu í hjónaband 29. júlí 1981. AFP

Þann 29. júlí síðastliðinn voru 38 ár síðan Díana prinsessa og Karl Bretaprins gengu í það heilaga. Eins og gengur og gerist með konungleg brúðkaup fær almenningur ekki að vita um allt það sem gengur á bak við tjöldin vikurnar fyrir brúðkaupið. Hér eru hins vegar 8 leyndarmál um brúðkaup þeirra Díönu og Karls. 

Minnka þurfti brúðarkjól Díönu mikið

Flestar brúðir léttast aðeins eftir fyrstu mátun á brúðarkjólnum. Það þurfti hins vegar að minnka kjól Díönu mjög mikið. Mörgum árum seinna sagði Díana frá því að hún þjáðist af lotugræðgi þegar brúðkaupið var. Í ævisögu sinni sagði hún að hún hefði fundið fyrir lotugræðginni vikuna eftir að hún trúlofaðist Karli. „Eiginmaður minn [Karl Bretaprins] setti höndina á mitti mitt og sagði „Ó svolítið búttuð hér, er það ekki?“ Það kveikti á einhverju í mér. Og Camillu-dæmið,“ sagði Díana og átti við samband Karls og Camillu.

Díana sullaði ilmvatni yfir brúðarkjólinn

Díana notaði uppáhaldsilmvatnið sitt, Quelques Fleurs, á brúðardaginn. Samkvæmt förðunarfræðingi hennar setti hún of mikið af því góða. Barbara Daly greindi frá því að brúðurin sullaði í kjólinn þegar hún var að setja smá á úlnliði sína. Daly segist hafa sagt henni að halda bara í kjólinn á þeim stað sem bletturinn var á og þá myndi enginn taka eftir því.

Karl Bretaprins og Díana prinsessa.
Karl Bretaprins og Díana prinsessa. mbl.is

Hún sagði brúðarmeyjunum að „gera sitt besta“

Díana vissi að 25 feta langa slörið sem hún var með var erfitt viðureignar. Því sagði hún hinum ungu brúðarmeyjum að gera sitt besta. Guðdóttir Karls, India Hicks, og frænka Díönu, Sara Armstrong-Jones voru brúðarmeyjar þeirra. 

Díana var með tvo brúðarvendi, út af drottningunni

Elísabet Englandsdrottning lærir svo sannarlega af eigin mistökum og tryggir að aðrir geri ekki sömu mistök. Hún týndi brúðarvendinum á brúðkaupsdaginn sinn og passaði því að Díana væri með tvo nákvæmlega eins brúðarvendi. 

Það var smá stress

Það örlaði fyrir stressi hjá brúðinni í athöfninni og kallaði hún Karl óvart Filipus Karl, en ekki Karl Filipus. Henni til varnaðar heitir hann Karl Filipus Artúr Georg, svo það er engin smá runa sem hún þurfti að muna. 

Díana var svolítið stressuð á brúðkaupsdaginn.
Díana var svolítið stressuð á brúðkaupsdaginn. AFP

Það var lukkugripur í kjólnum

Það sást ekki á ljósmyndum, en Díana var með litla lukkuskeifu falda í brúðarkjólnum. Það var engin plastskeifa, heldur 18 karakta gullskeifa með demöntum. 

Þau höfðu undirbúið sig fyrir rigningu

Brúðarkjólahönnuður Díönu lét útbúa regnhlíf í stíl til öryggis. Þau voru hins vegar heppin með veðrið og regnhlífin var ekki dregin upp. 

Camilla var í brúðkaupinu

Karl Bretaprins og núverandi eiginkona hans, Camilla Parker Bowles eins og hún hét þá, höfðu farið á nokkur stefnumót. Þrátt fyrir það var hún gestur í brúðkaupi Karls og Díönu. Það var þó líklega vegna þess að hún var gift Andrw Parker Bowles.

Samkvæmt ævisögunni Prince Charles: The Passions and Paradoxes of an Improbables Life, fannst Karli hann vera neyddur í hjónaband með Díönu og bar enn tilfinningar til Camillu, þótt hún væri gift Andrew.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál