8 leyndarmál um brúðkaup Díönu og Karls

Díana og Karl gengu í hjónaband 29. júlí 1981.
Díana og Karl gengu í hjónaband 29. júlí 1981. AFP

Þann 29. júlí síðastliðinn voru 38 ár síðan Díana prinsessa og Karl Bretaprins gengu í það heilaga. Eins og gengur og gerist með konungleg brúðkaup fær almenningur ekki að vita um allt það sem gengur á bak við tjöldin vikurnar fyrir brúðkaupið. Hér eru hins vegar 8 leyndarmál um brúðkaup þeirra Díönu og Karls. 

Minnka þurfti brúðarkjól Díönu mikið

Flestar brúðir léttast aðeins eftir fyrstu mátun á brúðarkjólnum. Það þurfti hins vegar að minnka kjól Díönu mjög mikið. Mörgum árum seinna sagði Díana frá því að hún þjáðist af lotugræðgi þegar brúðkaupið var. Í ævisögu sinni sagði hún að hún hefði fundið fyrir lotugræðginni vikuna eftir að hún trúlofaðist Karli. „Eiginmaður minn [Karl Bretaprins] setti höndina á mitti mitt og sagði „Ó svolítið búttuð hér, er það ekki?“ Það kveikti á einhverju í mér. Og Camillu-dæmið,“ sagði Díana og átti við samband Karls og Camillu.

Díana sullaði ilmvatni yfir brúðarkjólinn

Díana notaði uppáhaldsilmvatnið sitt, Quelques Fleurs, á brúðardaginn. Samkvæmt förðunarfræðingi hennar setti hún of mikið af því góða. Barbara Daly greindi frá því að brúðurin sullaði í kjólinn þegar hún var að setja smá á úlnliði sína. Daly segist hafa sagt henni að halda bara í kjólinn á þeim stað sem bletturinn var á og þá myndi enginn taka eftir því.

Karl Bretaprins og Díana prinsessa.
Karl Bretaprins og Díana prinsessa. mbl.is

Hún sagði brúðarmeyjunum að „gera sitt besta“

Díana vissi að 25 feta langa slörið sem hún var með var erfitt viðureignar. Því sagði hún hinum ungu brúðarmeyjum að gera sitt besta. Guðdóttir Karls, India Hicks, og frænka Díönu, Sara Armstrong-Jones voru brúðarmeyjar þeirra. 

Díana var með tvo brúðarvendi, út af drottningunni

Elísabet Englandsdrottning lærir svo sannarlega af eigin mistökum og tryggir að aðrir geri ekki sömu mistök. Hún týndi brúðarvendinum á brúðkaupsdaginn sinn og passaði því að Díana væri með tvo nákvæmlega eins brúðarvendi. 

Það var smá stress

Það örlaði fyrir stressi hjá brúðinni í athöfninni og kallaði hún Karl óvart Filipus Karl, en ekki Karl Filipus. Henni til varnaðar heitir hann Karl Filipus Artúr Georg, svo það er engin smá runa sem hún þurfti að muna. 

Díana var svolítið stressuð á brúðkaupsdaginn.
Díana var svolítið stressuð á brúðkaupsdaginn. AFP

Það var lukkugripur í kjólnum

Það sást ekki á ljósmyndum, en Díana var með litla lukkuskeifu falda í brúðarkjólnum. Það var engin plastskeifa, heldur 18 karakta gullskeifa með demöntum. 

Þau höfðu undirbúið sig fyrir rigningu

Brúðarkjólahönnuður Díönu lét útbúa regnhlíf í stíl til öryggis. Þau voru hins vegar heppin með veðrið og regnhlífin var ekki dregin upp. 

Camilla var í brúðkaupinu

Karl Bretaprins og núverandi eiginkona hans, Camilla Parker Bowles eins og hún hét þá, höfðu farið á nokkur stefnumót. Þrátt fyrir það var hún gestur í brúðkaupi Karls og Díönu. Það var þó líklega vegna þess að hún var gift Andrw Parker Bowles.

Samkvæmt ævisögunni Prince Charles: The Passions and Paradoxes of an Improbables Life, fannst Karli hann vera neyddur í hjónaband með Díönu og bar enn tilfinningar til Camillu, þótt hún væri gift Andrew.

mbl.is

Flest erum við afleitir samningamenn

05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

Í gær, 23:29 Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

Í gær, 20:30 Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

Í gær, 17:30 „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

Í gær, 14:30 Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í gær Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í gær Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í fyrradag Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

í fyrradag Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

í fyrradag „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

í fyrradag Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »

„Ég var stressuð og sveitt í lófunum“

15.8. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er stödd í Osló í Noregi þessa stundina þar sem sjónvarpsþátturinn Beforeigners var frumsýndur í gær. Ágústa Eva klæddi sig upp fyrir rauða dregilinn og segir hún að þetta sé hennar fyrsta gala-frumsýning. Meira »

Skilnaður er einn af stærstu álagsþáttunum

15.8. „Skilnaður er svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Skilnaður er einn stærsti álagsþáttur sem getur komið upp í lífi einstaklinga og fylgir þessu ferli mikil sorg,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, en hún skrifar reglulega pistla á Smartland. Meira »

„Þetta er mannorðsmorð fyrir mig“

15.8. „Mig vantar svör við því hvað ég á að gera þegar móðir barns er að segja barninu að ég hafi verið vondur við það og hana? Móðir byrjar sem sagt að segja þetta við barnið nokkru eftir skilnað. Ég er ekki líffræðilegur faðir barnsins en ól barnið upp frá unga aldri. Barnið er stálpað í dag, ekki komið á unglingsaldur.“ Meira »

Einstakur stíll Lauren Hutton

14.8. Það sem gerir stíl Lauren Hutton einstakan er sú staðreynd að það klæðir sig engin eins og hún. Hún hefur lítið breyst með árunum og heldur vel í það sem henni finnst fallegt. Meira »