Kalli Baggalútur kvæntist Tobbu á Ítalíu

Kalli og Tobba létu pússa sig saman á Ítalíu.
Kalli og Tobba létu pússa sig saman á Ítalíu. skjáskot/Instagram

Karl Sig­urðsson hljóm­sveit­armeðlim­ur í Baggal­úti og fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinós­dótt­ir gengu í það heilaga á Ítalíu í gær hinn 19.9. 2019. Þorbjörg eða Tobba eins og hún er kölluð birti mynd frá brúðkaupsdeginum á Instagram í dag. 

We made it,“ skrifaði Tobba við mynd af sér og eiginmanni sínum og dætrum þeirra tveimur. 

Það fór ekki fram hjá neinum þegar Karl bað sinnar heittelskuðu en það gerði hann fyrir fullu húsi í Háskólabíói á tónleikum rétt fyrir jól árið 2016. 

mbl.is