Króli frumsýndi kærustuna í Háskólabíói

Kristinn Óli Haraldsson og Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir.
Kristinn Óli Haraldsson og Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir. mbl.is/Stella Andrea

Kristinn Óli Haraldsson, oftast nefndur Króli, mætti með kærustu sína á frumsýningu Agnes Joy í gærkvöldi. Sú heppna heitir Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir og er nemi í samtímadansi í Listaháskóla Íslands. 

Króli leikur eitt af hlutverkunum í myndinni en annars er hann þekktastur fyrir það að vera í hipphopp-hljómsveitinni JóiPé og Króli en hljómsveitin hefur sent frá sér hvern smellinn á fætur öðrum síðan samstarfið hófst. Þeir gerðu lagið B.O.B.A. mjög vinsælt árið 2017 og plata þeirra, Afsakið hlé sem kom út 2018 var ein mest selda plata ársins. 

Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum í myndinni Agnes …
Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum í myndinni Agnes Joy. Skjáskot: youtube.com
JóiPé og Króli eru vinsælir tónlistarmenn.
JóiPé og Króli eru vinsælir tónlistarmenn.
mbl.is