Eyþór Arnalds og Ástríður eru nýtt par

Eyþór Arnalds og Ástríður Jósefína Ólafsdóttir. Myndin var tekin á …
Eyþór Arnalds og Ástríður Jósefína Ólafsdóttir. Myndin var tekin á þorrablóti á dögunum.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tónlistarmaður, er búinn að finna ástina. Sú heppna heitir Ástríður Jósefína Ólafsdóttir og er myndlistarmaður. 

Parið býr saman í Vesturbæ Reykjavíkur og hafa sést mikið saman á göngu um miðbæinn að undanförnu. 

Eyþór hefur verið í fjölmörgum hljómsveitum en ætli Todmobile og Tappi tíkarass séu ekki hvað þekktastar. Svo fór hann út í tæknibransann áður en hann fór í borgarstjórn eftir síðustu kosningar. 

Ástríður er alin upp á Ítalíu og málar ákaflega fallegar myndir en hægt er að skoða þær á Instagram-síðu hennar hér fyrir neðan: 

mbl.is