Björgólfur og Kristín ekki í partíi Ásmundarsalar

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir.

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir hafa gert mikið af því að skemmta sér með Sigurbirni Þorkelssyni og Heiðu Magnúsdóttir, eigendum Ásmundarsalar og Fossa. Í gærkvöldi leysti lögreglan upp teiti sem haldið var á listasafninu og voru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, á meðal gesta. 

Björgólfur Thor og Kristín voru ekki í teiti gærkvöldsins. Þau eru nú stödd í Sviss á skíðum með Guy Ritchie og eiginkonu hans, Jacqui Ainsley. Breski vefmiðillinn Daily Mail greinir frá því að fjórmenningarnir njóti lífsins í Saint Moritz. 

Vinátta Guys Ritchies og Björgólfs Thors hefur varað í nokkur ár og hefur sá fyrrnefndi komið reglulega til Íslands og hafa félagarnir veitt saman. Frægt er atvik sem átti sér stað í Haffjarðará síðasta sumar þegar þeir félagar þurftu að yfirgefa ána ásamt David Beckham. 

Guy Ritchie við veiðar á Íslandi 2019.
Guy Ritchie við veiðar á Íslandi 2019.
mbl.is