Íslensku stjörnurnar sem kvöddu okkur árið 2020

Þeirra verður minnst með hlýhug og þakklæti.
Þeirra verður minnst með hlýhug og þakklæti. Samsett mynd

Árið sem nú er senn á enda hefur verið mörgum erfitt. Það er því viðeigandi að staldra við og minnast þeirra sem kvöddu okkur á árinu með hlýhug. 

Ragnar Bjarnason

Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason lést á líknardeild Landspítalans 25. febrúar. Hann var 85 ára. Ragnar var einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og verður minnst með hlýhug. 

Gísli Rúnar Jónsson

Leikarinn og leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson lést á heimili sínu 28. júlí síðastliðinn, 67 ára að aldri. Gísli átti þátt í mörgum verkefnum um ævina, bæði sem leikari og leikstjóri. Hans var minnst í fallegri útför sem streymt var beint á netinu.

Alma Geirdal 

Alma Geirdal kvaddi 19. september eftir langa baráttu við krabbamein. Hún var 41 árs gömul. Alma talaði opinskátt um baráttuna við krabbameinið á samfélagsmiðlum og í viðtölum.

Jónína Benediktsdóttir

Íþróttafræðingurinn Jónína Benediktsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu í Hveragerði 16. desember. Hún var 63 ára. Jónína var mikill frumkvöðull en hennar síðasta viðtal birtist í Morgunblaðinu.

Þóra Hallgrímsson

Athafnakonan Þóra Hallgrímsson lést 27. ágúst, níræð að aldri. Þóra var gift kaupsýslumanninum Björgólfi Guðmundssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál