Elísabet og Sindri skrá sig í samband á Facebook

Elísabet Ormslev og Sindri Þór Kárason skráðu sig í samband …
Elísabet Ormslev og Sindri Þór Kárason skráðu sig í samband á Facebook.

Söng­kon­an og förðun­ar­fræðing­ur­inn Elísa­bet Orms­lev er búin að finna ást­ina. Sá heppni heit­ir Sindri Þór Kára­son og er hljóðhönnuður hjá Sagafilm. Parið skráði sig í samband á Facebook um helgina. 

Smartland greindi frá því á dögunum að það væri bjart yfir Elísabetu og að hún færi ástfangin inn í 2021.

2020 var Elísa­bet­ mikið í sviðsljós­inu. Hún tók þátt í Söngv­akeppni Sjón­varps­ins með glæsi­brag og svo þeyst­ist hún um landið í Tóna­flóði Rás­ar 2 og RÚV með hljóm­sveit­inni Al­batross þar sem hún tók hvern smell­inn á fæt­ur öðrum ásamt ást­sæl­ustu söngvur­um þjóðar­inn­ar.

mbl.is