Katrín Tanja í sambandi með íshokkíkappa

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru nýtt par.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru nýtt par. Samsett mynd

Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og fyrrverandi íshokkíleikmaðurinn Brooks Laich eru nýtt par að sögn bandaríska fjölmiðilsins People. Parið flaug saman út til Havaí fyrr í vikunni en þau sáust kyssast þegar Katrín Tanja lauk keppni á heimsleikunum í crossfit á sunnudag. 

Laich er 38 ára gamall og á yfir 750 keppnisleikni í íshokkíi að baki. Hann var giftur leik- og söngkonunni Julianne Hough frá 2017 til 2020, en þau tilkynntu skilnað sinn í maí 2020. 

Katrín Tanja og Laich kysstust eftir að hún lauk keppni …
Katrín Tanja og Laich kysstust eftir að hún lauk keppni á heimsleikunum í Crossfit. Skjáskot/YouTube

Laich hefur birt fjölda mynda af Katrínu á instagramsíðu sinni og fer fögrum orðum um hana undir myndunum, sem og í athugasemdum á síðu hennar. 

Katrín og Laich dvelja nú á Four Seasons-hótelinu á Hualalai á Havaí og deildu bæði mynd af morgunmatnum sínum í gærmorgun.

Katrín Tanja og Brooks Laich snæddu morgunverð saman á Four …
Katrín Tanja og Brooks Laich snæddu morgunverð saman á Four Seasons hótelinu á Hualalai. Samsett mynd
mbl.is