Annie tekjuhæsta íþróttakonan

Annie Mist Þórisdóttir er tekjuhæsta íþróttakona landsins.
Annie Mist Þórisdóttir er tekjuhæsta íþróttakona landsins. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir var tekjuhæsta íþróttakonan á Íslandi á síðasta ári. Var hún að meðaltali með 3,4 milljónir króna í laun á mánuði. Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var tekjuhæsti íþróttamaðurinn með rúmar fimm milljónir króna í tekjur á mánuði. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Annie hefur gert það gott í Crossfit heiminum á síðustu árum en árið 2021 var hún í þriðja sæti á heimsleikunum í Crossfit og í öðru sæti á Rouge boðsmótinu. Hún fékk 13,2 milljónir fyrir bronsið á heimsleikunum og rúmar 11 milljónir króna fyrir silfrið á Rouge boðsmótið.

Á síðasta ári gaf hún út, ásamt Crossfit-stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur, barnabókina What is the Way?. Einnig fjárfesti hún í fyrirtækinu Yerbaé, sem framleiðir orkudrykki, og er komin í stjórn fyrirtækisins.

Eiður Smári með 1,9 milljónir

Þriðji launahæsti íþróttamaðurinn á lista Frjálsrar verslunar er fyrrverandi fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Var hann með 1,9 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári. 

Eiður Smári er þjálfari karlaliðs FH í fótbolta um þessar mundir. Á síðasta ári var hann aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál