Jón Kalman með hærri laun en Arnaldur

Jón Kalman Stefánsson var með hærri tekjur en Arnaldur Indriðason …
Jón Kalman Stefánsson var með hærri tekjur en Arnaldur Indriðason á síðasta ári. Samsett mynd

Jón Kalman Stefánsson var tekjuhæsti rithöfundurinn á síðasta ári. Var hann með rúmlega 1,6 milljón króna í tekjur á mánuði miðað við greitt útsvar. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Jón Kalman gaf síðast út skáldsöguna Fjarvera þín er myrkur árið 2020.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður á Rúv, rithöfundur og sambýliskona Jóns Kalman, var með tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur. mbl.is/Hari

Arnaldur Indriðason rithöfundur var með 852 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Hann hefur gefið út bók á hverju einasta ári síðan 1997, en á síðasta ári kom út bókin Sigurverkið eftir hann. 

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var með 892 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári.

Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, var með 750 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári. 

Sigurjón Birgir Sigurjónsson, betur þekktur sem Sjón, var með 569 þúsund krónur í tekjur á mánuði á síðasta ári. Sjón skrifaði handritið að kvikmyndinni Dýrið ásamt Valdimar Jóhannssyni og kom hún út á síðasta ári. Þá skrifaði hann einnig handritið að kvikmyndinni The Northman ásamt Robert Eggers. Hún var frumsýnd í mars á þessu ári.

Auður Jónsdóttir, sem gaf út bókina Allir fuglar fljúga í ljósið á síðasta ári, var með 450 þúsund í tekjur á mánuði á síðasta ári. 

mbl.is
Loka