Nadía Sif frumsýnir nýju ástina

Lucien Christofis og Nadía Sif Líndal eru kærustupar.
Lucien Christofis og Nadía Sif Líndal eru kærustupar. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal frumsýndi kærasta sinn, breska körfuboltamannin Lucien Christofis, á Instagram í gær. Parið hefur verið að hittast undanfarna mánuði og eyddi tíma saman á Ítalíu í sumar.

Christofis leikur körfubolta með ÍA, en hann kom aftur til liðsins í sumar eftir stutt stopp á Bretlandi þar sem hann spilaði með Worthing T. 

Nadía skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún eyddi kvöldstund með tveimur enskum mönnum enska fótboltalandsliðsins á hóteli hér á Íslandi eftir leik Íslands og Englands haustið 2020. 

Undir myndaseríuna af Christofis skrifar Nadía að hún sé þakklát og svarar hann undir myndina: „Amore mio“ eða „ástin mín“.

Smartland óskar þeim til hamingju með að hafa fundið hvort annað!

mbl.is