Gunni og Ágústa Eva leyfa heiminum loksins að heyra

Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir gáfu út nýja plötu …
Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir gáfu út nýja plötu í dag. Ljósmynd/Axel Sig

Gunni Hilmars og Ágústa Eva Erlendsdóttir gáfu út nýja plötu í dag með hljómsveit sinni Sycamore Tree. Platan heitir Colors og hefur verið í vinnslu í þrjú ár. 

„Að gera verk eins og Colors er langt ferli. Þetta er alltaf þannig að eftir að við Ágústa Eva setjumst niður og finnum lögin þá tekur við langt og brothætt ferli þar sem margir aðilar koma að í útsetningum. Það eru margir listamenn sem leggja til sína sérþekkingu í hinum ýmsu smáatriðum sem skiptir miklu máli,“ segir Gunni. 

Hann segir að þau fari inn í annan heim á þessari plötu. 

„Þessi heimur er myndrænn, fallegur og melankóliskur og við döðrum við elekttrónik og meira að segja döðrum við smá við popp tónlist eða stefnu sem við köllum Sycapop. Sykurhúðuð útgáfa af Sycamore Tree,“ segir hann og hlær. 

Ágústa Eva og Gunni hugsa hverja plötu sem sér verkefni.

„Hver plata er eitt verk, einn hljóðheimur og við erum með töluverðan bunka af lögum á lager sem við römmum síðan inn og röðum í ákveðin hús eða heima,“ segir Gunni og segir að bakgrunnur þeirra spili þarna stórt hlutverk. 

„Ég kem úr hönnunarheiminum og Ágústa Eva úr leikhúsinu. Það er þess vegna sem okkur finnst gaman að leika okkur að skapa heima eða sviðsmyndir úr hverju verki eða plötu,“ segir hann. 

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Ljósmynd/Axel Sig

Á plötunni Colours eru 11 lög.  

„Verkið er veglegt og mikið nostrað við smáatriði og sviðsmyndin falleg, dreymandi og mjög myndræn þar sem við vonum að það verði auðvelt fyrir hlustandann að fara í ferðalag um heimi og geima á meðan hlustað er. Heimurinn er ævintýralegur og bæði einfaldur og sterkur í senn. 

Það kom bara til greina að láta plötuna koma alla á sama tíma og ekki búta hana niður í smáskífur. Fyrir okkur þá er hún ein heild. Hún byrjar á titillaginu COLORS og endar svo á HOWL sem einmitt gefur hlustandanum vísbendingar um hvað Sycamore Tree gerir næst. Hvaða heim við sköpum næst. Það mun alveg koma á óvart.“

Gunni Hilmars.
Gunni Hilmars. Ljósmynd/Axel Sig

Í kvöld verða Ágústa Eva og Gunni með tónleika í Fríkirkjunni þar sem þau munu frumflytja plötuna í fyrsta skipti opinberlega. 

„Það verður frábært að spila svo plötuna í fyrsta sinn á útgáfudeginum núna í kvöld og verðum við með stórsveit með okkur til að skila verkinu fullkomlega. Eftir það spilum við vel valin eldri lög og mikil veisla verður,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál