Pétur og Elísabet trúlofuð í borg ástarinnar

Pétur Finnbogason og Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð.
Pétur Finnbogason og Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Pétur Finnbogason og fjölmiðlakonan Elísabet Hanna Maríudóttir eru trúlofuð. Þau deildu gleðifregnunum með fallegum myndum í sameiginlegri færslu á instagram. 

Pétur og Elísabet eru stödd í borg ástarinnar, París, um þessar mundir. Af myndum að dæma virðist bónorðið hafa átt sér stað á Pont Neuf, fallegri brú yfir ána Signu, í dásamlegu haustveðri. 

Það er óhætt að segja að ástin blómstri hjá parinu, en þau virðast afar lukkuleg hvort með annað. Pétur og Elísabet eiga tvær dætur saman, þær Bryndísi Köru og Lenu Matteu. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með trúlofunina!

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál