Er hægt að fjarlægja „bingóið“?

Er hægt að láta fjarlægja bingó-vöðvana?
Er hægt að láta fjarlægja bingó-vöðvana?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í bingóið sem truflar íslenska konu.

Sæl Þórdís og takk fyrir góð ráð og svör.

Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í aðgerð til þess að láta fjarlægja bingó húðina. Ekki vöðvann sjálfan en húðina sem þvælist verulega fyrir mér eftir að hafa losað mig við nokkur (mörg) kíló.

Fyrirframþakkir,

Stefanía María

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl Stefanía María og takk fyrir spurninguna.

Gaman að heyra að þú lesir pistlana mína. Þetta er tiltölulega algeng aðgerð sem þú ert að lýsa. Þ.e. þar sem skurður er gerður frá holhönd og niður að olnboga, gert fitusog og umfram húðin er fjarlægð. Mikilvægt er að skurðurinn liggi innan á upphandlegg og sé ekki sýnilegur að aftan né að framan, en það sést auðvitað þegar hendinni er lyft fram.

Best er að meta þetta hjá þér og fara yfir kosti og galla aðgerðarinnar með lýtalækni.

Með bestu kveðju og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR!

mbl.is