Með sína eigin útgáfu af HM-fatnaði

Arnar Már Jónsson hannaði HM línuna. Hér er hann í …
Arnar Már Jónsson hannaði HM línuna. Hér er hann í uppáhaldsflíkinni sinni úr línunni, Valtran treyjunni. Treyjan er nefnd eftir fótboltafélaginu Valtran sem Hans Kristjánsson, stofnandi Sjóklæðagerðarinnar/66°Norður stofnaði á Suðureyri árið 1906.

66°Norður hefur í samstarfi við fatahönnuðinn Arnar Má Jónsson gefið út fatalínu í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið keppir á HM í sumar. Línan er innblásin af fótboltamenningu og stolti stuðningsmanna íslenska liðsins. Arnar, sem vann að línunni með 66°Norður, hefur getið sér gott orð sem hönnuður en hann útskrifaðist úr master í fatahönnun frá Royal College of Art í London síðasta sumar.

Í dag rekur hann sitt eigið stúdíó þar sem hann vinnur að línu í sínu nafni sem seld verður í London og Japan.

Hér má sjá aðrar flíkur úr línunni.
Hér má sjá aðrar flíkur úr línunni.

Arnar er mikill áhugamaður um fótbolta og fótboltabúninga og menningin í kringum hann hefur verið honum hugleikin, sérstaklega eftir að hann fékk tækifæri til að vinna með fótboltadeildinni hjá Adidas.

„Èg var mikið að skoða gamla íslenska búninga og þá helst það sem mér líkaði persónulega best við. Ég vildi svo blanda því við klæðnað ýmissa jaðarhópa og götutísku þeirra og hvernig best væri að hanna og nota efnin fyrir íslenskt veðurfar. Búningar og merkingar eins oglógó í jaðarhópum og meðal Íslendinga er eitthvað sem ég skoðaði mikið. Svo auðvitað stuðningsmenn Íslands og hverju þeir klæðast og skoðaði þá myndir frá leikjum síðastliðna áratugi og hverju fólk klæddist og fann margt skemmtilegt þar,“ segir Arnar.

Markmið Arnars er að línan kalli fram tilfinningar og minningar.

„Ég vildi ná einhverju fram í flíkunum sem væri einkennandi fyrir Ísland og skilja eftir minningu frá þessum tíma þegar við komumst á HM. Einnig vildi ég gera vörur sem fólk getur klæðst dagsdaglega og notað þó það sé ekki endilega tengt viðburðum íslenska landsliðsins.“

Þar sem Arnar er fótboltaáhugamaður og búsettur í London er ekki annað hægt en spyrja hvort hann fari oft á völlinn?

„Ég hef ekki farið nógu mikið á leiki hér en fer á Liverpool leiki þegar ég get og þeir að spila i London. Gott að fara á Emirates völlinn þar sem hann er í göngufjarlægð frá mér. Svo hjálpaði líka að hafa farið á EM i fyrra þegar ég hannaði línuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál