Einstakur stíll Alicia Vikander

Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegri fegurð.
Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegri fegurð.

Leikkonan og fyrirsætan Alicia Vikander er með fallegan fatastíl. Hún er tískufyrirmynd kvenna um víða veröld. Hún á langan feril að baki sem kvikmyndaleikkona en hefur einnig starfað fyrir tískuhús á borð við Louis Vuitton.  

Eft­ir­far­andi atriði eru í henn­ar anda þegar kem­ur að tísk­unni:

Náttúruleg fegurð

Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hárið og alltaf með förðunina í lágmarki. 

Hún minnir á mikilvægi þess að rækta fegurðina frá grunni. Með hollu matarræði, góðri hreyfingu og með því að setja fókusinn á umhirðu húðarinnar svo dæmi séu tekin. 

Lykil atriði í fataskápinn

Alicia Vikander leggur áherslu á að eiga fallegar gallabuxur, einfaldar hvítar skyrtur og klassískar Kasmírpeysur í fataskápnum.

Að klæðast hvítri skyrtu er aldrei að fara að bjarga deginum. En ef við ræktum okkur og útlitið, getur hvít skyrta ýtt undir fallegt og stílhreint útlit. 

Það sama má segja um einfaldar gallabuxur og góðar Kasmírpeysur. 

Litríkir kjólar með svartan grunn

Þegar Alicia Vikander klæðir sig upp á er hún oft í litríkum kjólum, sem eru svartir í grunninn. Þessi stíll minnir á það sem var vinsælt á áttunda áratug síðustu aldar. 

Það sem einkennir stíl hennar á þessu sviði er að áberandi fatnaður er alltaf blandaður við klassískan grunn sem hún tileinkaði sér m.a. með því að ástunda klassískan ballett í æsku. 

Hvítur fatnaður

Alicia Vikander er mikið í hvítum fatnaði. Hún klæðist þá hvítu frá toppi til táar. Þetta þykir einstaklega fallegt á konum á hvaða aldri sem er. 

Þegar hún setur saman hvítan fatnað, þá blandar hún saman allskonar sniðum og ólíkum efnum.  

Fatnaður með vönduðu sniði

Alicia Vikander hefur verið andlit tískuhúsa sem bjóða upp á vönduð snið. Það sem einkennir stíl hennar er að hún velur fatnað með góðum efnum og með einstöku sniði. 

Það hvernig flíkur eru sniðnar gefur vísbendingu um hversu mikið er lagt í þær. Það er munurinn á gæða flíkum sem hafa fengið tíma til að þróast og tískufatnaði sem er gerður með lítilli hugsun að baki.

View this post on Instagram

wishing everyone a good monday ✨

A post shared by Alicia Vikander (@vikanderofficial) on May 21, 2018 at 9:50am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál