Steldu stíl Georgina Grenville

Georgina Grenville í fallegum kjól.
Georgina Grenville í fallegum kjól. mbl.is/skjáskot Instagram

Suðurafríska fyrirsætan Georgina Grenville átti tískupallana á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir margra ára fjarveru frá sviðsljósinu hefur hún sett mark sitt á tískupallana aftur. Eftirfarandi atriði eru áhugaverð fyrir þá sem kunna að meta einstakan stíl í hennar anda. 

Georgina Grenville er með tímalaust útlit sem hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið í tísku og einmitt núna. Hún býr og starfar í París þar sem hún elur upp börnin sín þrjú. Ef þú ætlar að stela stílnum hennar er gott að hafa eftirfarandi hluti í huga.

Stórir jakkar og yfirhafnir

Grenville gengur að jafnaði í frekar herralegum fötum hversdagslega. Hennar stíll er sem dæmi rúllukragapeysa og dragt í strákasniði. Hún er þá alla jafna með lágstemmda förðun og enga skartgripi. Útlit sem minnir á karlmenn í París á köldum vetrardegi.

Svartur fatnaður og litríkir skór

Grenville er með fallega ljósbrúna húð sem hún leggur mikla vinnu í að líti vel út. Hún klæðist að jafnaði fatnaði sem minnir á tískuna frá Jil Sander á tíunda áratug síðustu aldar. Með svörtum kjól á hún það til að vera í rauðum skóm. Þá er hún alltaf með ljósan varalit og frekar frjálslegt og náttúrulegt hár.

Rauðir skór eru fallegir með svörtum fatnaði.
Rauðir skór eru fallegir með svörtum fatnaði. mbl.is/skjáskot Instagram

Glamúr á kvöldin

Þó Grenville klæðist frekar strákalegum fatnaði að degi til þá á hún það til að klæða sig upp á í mikinn glamúr á kvöldin. Þá er hún í glitrandi flegnum kjólum sem minna á áttunda áratug síðustu aldar. Í skóm frá allt öðru tímabili sem eru í aðeins klassískari stíl. Við svona tilefni blandar hún saman allskonar litum. Húðin á henni er náttúruleg og glansandi og hárið lágstemmt.

Hár í anda Belle de Jour

Hár í anda persónunnar sem Catherine Deneuve leikur í Belle de Jour er alltaf í tísku. Það er mikið túperað í rótina og liggur síðan fallega niður á axlirnar. Með svona hári sem minnir á franska tísku á sjöunda áratugnum er mikilvægt að nota dökka liti í kringum augun og ljósan varalit. Grenville ber þetta útlit betur en margar aðrar konur, þá sér í lagi því hún er alltaf með þetta töffaralega yfirlit sem minnir á orku þeirra sem þora.

Grenville með hár eins og Catherine Deneuve.
Grenville með hár eins og Catherine Deneuve. mbl.is/skjáskot Instagram

Hár greitt frá andliti

Það fer fáum konum jafnvel að vera með hárið greitt frá andlitinu og Grenville. Hún er með einstakt andlitsfall sem hún ýkir með fallegri skyggingu. Förðun má einmitt vera til að ná slíkum áhrifum fram í stað þess að nota áberandi liti sem kalla á athygli.

Það er ekkert við útlit Grenville sem kallar sérstaklega á athygli, sem er styrkleiki hennar þegar kemur að tískunni. Enda býr öryggi og staðfesta innra með henni.

Grenville var ein vinsælasta fyrirsætan á tíunda áratugnum.
Grenville var ein vinsælasta fyrirsætan á tíunda áratugnum. mbl.is/Skjáskot Instagram
Grenville á góðri stundu. Alltaf smart.
Grenville á góðri stundu. Alltaf smart. mbl.is/skjáskot Instagram
Grenville í náttúrunni.
Grenville í náttúrunni. mbl.is/skjáskot Instagram.
Grenville er með fallegt andlitsfall.
Grenville er með fallegt andlitsfall. mbl.is/skjáskot Instagram
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »