Glóðu eins og demantur um jólin

Hægt er að leika sér endalaust með litina í fallegu …
Hægt er að leika sér endalaust með litina í fallegu hjartalaga litapallettunni. Til að toppa útlitið er gott að setja allavega tvær umferðir með Monsieur BIG maskaranum.

Jólalína Lancôme 2019 er kvenleg og fögur. Litapalletta með 12 litum sem gaman væri að fá í skóinn, nú eða bara gefa þeim sem manni þykir vænt um. 

Að kunna að farða sig fallega finnst ákveðnum hópi fólks eftirsóknarvert. Til þess að geta farðað sig og bætt útlit að einhverju leyti skiptir máli að vera með réttu verkfærin við höndina. Þá kemur jólalína Lancôme eins og himnasending, en í línunni er að finna 12 gullfallega augnskugga sem hægt er að leika sér endalaust með. Í litapallettunni er litunum skipt upp í þrjú þemu. Í hverjum hópi eru fjórir litir, einn grunnlitur til að bera á augnlokið allt, einn „highlighter“, einn litur til að setja meðfram augnlínunni og einn litur til að bera á augnkrókinn til að búa til meiri dramatík. Þannig getur hver og einn leikið sér að vild til þess að ná fram réttu lúkki fyrir jólaboðin eða bara áramótateiti ársins.

Til að toppa augnförðunina kemur Monsieur BIG maskarinn til bjargar. Hann gefur náttúrlega, mikla þykkingu, lengir augnhárin og má auðveldlega byggja upp fyrir hvaða lúkk sem er. Hvort sem þú vilt létta áferð yfir daginn eða mikla, dramatíska áferð fyrir kvöldið er þessi maskari fyrir þig.

Þær sem vilja mála sig aðeins meira geta alltaf gengið …
Þær sem vilja mála sig aðeins meira geta alltaf gengið lengra.
Monsieur BIG maskarinn frá Lancôme er ansi góður.
Monsieur BIG maskarinn frá Lancôme er ansi góður.
Í hverjum hópi eru fjórir litir, einn grunnlitur til að …
Í hverjum hópi eru fjórir litir, einn grunnlitur til að bera á augnlokið allt, einn „highlighter“, einn litur til að setja meðfram augnlínunni og einn litur til að bera á augnkrókinn til að búa til meiri dramatík. Þannig getur hver og einn leikið sér að vild til þess að ná fram réttu lúkki fyrir jólaboðin eða bara áramótateiti ársins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál