Steldu stílnum: Björk á götum New York

Björk Guðmundsdóttir var vel til höfð á götum New York-borgar.
Björk Guðmundsdóttir var vel til höfð á götum New York-borgar. ALESSIA PIERDOMENICO

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega að klæða sig ef marka má papparassamyndir Daily Mail. Björk sást nýverið á götum New York-borgar í Bandaríkjunum ásamt dóttur sinni Isadóru. 

Björk klæddist gríðarlega fallegum blómakjól frá Balenciaga sem sannar að það má ekki bara klæðast blómakjólum á sumrin heldur líka í janúar í New York. Mæðgurnar virðast hafa verið að versla ef marka má innkaupapoka í höndum þeirra beggja.

Kjóllinn sem Björk klæddist virðist vera uppseldur í helstu verslunum en fæst þó enn á Ebay fyrir 1.000 Bandaríkjadali eða um 125 þúsund íslenskar krónur. Auk þess eru til fleiri kjólar með sama munstri, en ekki í sama sniði, frá Balenciaga.

Við kjólinn var Björk í skærbleikri úlpu sem passar einstaklega vel við kjólinn. Sambærilega úlpu má til dæmis finna á Ebay.

Björk var svo í svörtum „flatform“ skóm og með svört sólgleraugu. 

Kjóll frá Balenciaga og bleik úlpa. Kombó sem ekki klikkar.
Kjóll frá Balenciaga og bleik úlpa. Kombó sem ekki klikkar. Samsett mynd
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál